Monday, 10 November 2014

A Million Ways.

Þegar maður eignast afkvæmi breytist eitthvað innra með manni. Maður vill verða sterkasti klettur barnsins síns og gera allt sem í manns valdi stendur til þess að barnið sé hamingjusamt! Barnið kemur alltaf númer 1,2 og 3! Þetta getur auðveldlega farið út í öfgar eins og svo margt annað! Þess vegna er gott að hafa í huga:


Við skulum ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfar að gera allt og geta allt! Stundum er alveg í lagi að hafa smá drasl þegar maður fer að sofa eða þvott frá því í gær hangandi á snúrunni!

Dís

Friday, 7 November 2014

Sacha Unaður!

Ást mín á Sacha skóbúðinni í Amsterdam deyr seint. Held að ég hafi labbað að meðaltali tvisvar í viku inn í þá búð þegar ég átti heima í Amsterdam, enda á leiðinni heim úr vinnuni og við hliðina á Tram stöðinni minni (já og ekki að flýta mér á leikskólann eða að elda mat!).

Hjartað slær örar við þessar elskur, brúnn skófatnaður heillar mig mjög mikið þessa dagana - poppar alltaf svo outfittið! Maður er vanur að eiga aðeins of marga svarta skó í skápnum, þeir bassa nú við allt bladíbladí..

Elska þessi stígvél!


















Þessir eru líka svona einum of - eins og ég!


















Eru þessir líka ekki kjút í vetur með niðurþröngum gallabuxum? Það held ég nú!

















Þá er bara að bíða þangað til þeir fara að senda til Ísland - já eða dobbla vinkonur í Amsterdam í smá sjopping!


Dís

Sunday, 27 October 2013

Your Smile.


Eftir alltof marga veikindadaga hjá pjésanum mínum, lærir maður að meta öll bros svo miklu betur. En það gæti nú verið verra, verður maður ekki að hugsa þannig? Hann er samt alltaf langt sætastur, enda þykir hverjum sinn fugl fegurstur. 




Friday, 18 October 2013

MorgunMatur.


Það sem ég elska, grískt jógúrt, múslí og Fersk ber!



Ég er líka svo skotin í þessu krukkuveseni alltaf hreint!


Bláááber!


Þetta er bara aðeins of girnilegt - ég væri alveg til í að byrja alla daga með svona unaði!







Hárið:Lokkar

Theodóra Mjöll, besta vinkona einnar bestu vinkonu minnar er að fara gefa út bókina Lokkar - hún er ótrúlega flink stelpa og virkilega hæfileikarík. Hún gaf út óó svo vel gerða bók fyrir jólin í fyrra ,Hárið. Ég fékk einstak af Hárinu í late-afmælisgjöf frá einni vinkonu minni og ég er búin að nota hana svolítið - bæði er ég búin að nota greiðslurnar í bókinni og líka bara til að læra tækni til þess að gera eitthvað allt annað. Það er ekkert rosalega langt síðan ég lærði að gera fasta fléttu svo þessi bók var alveg guðvelkomin á mitt heimili. Ég þekki tvær litlar sætar sem eru að sitja fyrir á myndum fyrir Lokka bókina, svo ég hlakka rosalega til þess að sjá bókina. Mikið langar mig líka í hana fyrir fósturdóttur mína, sjáið hvað þetta er alveg bjútífúl!***

 
Lokkar eru líka á Facebook!

Tuesday, 24 September 2013

Hæ Fallega!

Úff ég svitna, fæ sting í magann og allt það. Heldur langt síðan ég hef séð flík sem mig langar svona geypilega mikið í...

Djöööfllsins elegans, auðvitað er Monki meðídda!***

Sjáðu litinn, þetta er yndislegt!