Svona ætlum við að vera í allan dag!
Tuesday, 25 December 2012
Saturday, 15 December 2012
Sunday, 18 November 2012
Hreindýr.
Hreindýr eiga hug minn allan núna. Ó svo mikið til af töff hlutum sem gerð eru eftir þessu tignarlega dýri. Mér finnst líka eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt að sjá hreindýr. Þó svo þau séu nú allmörg á Íslandi þá hef ég ekki oft séð þessar skeppnur og þegar það hefur gerst, líður mér alltaf eins og ég hafi verið rosa heppinn. Þetta er svona eins og að sjá ref, haförn eða uglu, jú eða stjörnuhrap!
Allavega...
Mikið lifandi sem ég er skotin í þessum tarfi - hann myndi svo sannarlega setja sinn svip á stofuna mína þessi elska.
Þið finnið gripinn hérna.
Eins finnst mér þessi límmiði sem fæst í Erum Gallerí mjög töff:
... og síðast en ekki síst, drauma Hreindýrið mitt sem fæst í Hrím.
PANT.
Bráðum get ég farið að vera í háhæluðum aftur, mikið skeeelfilega hlakka ég til! Mér finnst ekkert voðalega gaman að kaupa mér flatbotna, þó svo þeir hafi nú aðeins meira notagildi en þeir háhæluðu. Þó svo ég noti nú háhæluðu skóna líka sem skraut í hillurnar hérna heima - rosa notagildi í því!
Sacha er ein af uppáhalds skóbúðunum mínum í Amsterdam, það eru svoooooo margir fallegir skór sem mig langar í þar núna - og meira að segja fleiri flatbotna í þetta sinn. Má ég ekki bara fá þá alla?
Sacha er ein af uppáhalds skóbúðunum mínum í Amsterdam, það eru svoooooo margir fallegir skór sem mig langar í þar núna - og meira að segja fleiri flatbotna í þetta sinn. Má ég ekki bara fá þá alla?
Tryllingur tryllingur tryllingur - þetta er alveg að fara með mig hérna megin!
Skoðaðu meira hérna.
Saturday, 17 November 2012
Thursday, 1 November 2012
Ég er skotin í.
Ég á rosalega auðvelt með að nota "skotin í" og að geta verið skotin í er yndislegt.
Ég er skotin í Kaffi með mynstri
Ég er skotin í Kertaljósum.
Ég er skotin í Stórum húfum og Treflum.
Ég er skotin í allskyns loði, bæði gærum og skottum.
Ég er skotin í nýja fína Barnarúminu inni í herbergi.
Ég er skotin í Malti.
Ég er skotin í Skartgripum og alltof mikið af þeim - í einu.
Ég er skotin í Status update-um á Facebook með hjarta fyrir framan.
Ég er skotin í Mac tölvunni minni.
Ég er skotin í plötuspilaranum á heimilinu.
Ég er skotin í tilhugsuninni að kúra með einum litlum töffara, einum stórum töffara og einni yndislegri prinsessu í vetur ***
Líttu, kæri lesandi, endilega í þinn eigin barm og hugsaðu um hvað það er sem þú ert skotin í, í lífinu!
Dís
Ég er skotin í Kaffi með mynstri
Ég er skotin í Kertaljósum.
Ég er skotin í Stórum húfum og Treflum.
Ég er skotin í allskyns loði, bæði gærum og skottum.
Ég er skotin í nýja fína Barnarúminu inni í herbergi.
Ég er skotin í Malti.
Ég er skotin í Skartgripum og alltof mikið af þeim - í einu.
Ég er skotin í Status update-um á Facebook með hjarta fyrir framan.
Ég er skotin í Mac tölvunni minni.
Ég er skotin í plötuspilaranum á heimilinu.
Ég er skotin í tilhugsuninni að kúra með einum litlum töffara, einum stórum töffara og einni yndislegri prinsessu í vetur ***
Líttu, kæri lesandi, endilega í þinn eigin barm og hugsaðu um hvað það er sem þú ert skotin í, í lífinu!
Dís
Saturday, 13 October 2012
Stofan.
Ég er lengi búin að ætla á Stofuna, Stofan kaffihús sem stendur við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. Mér finnst algjörlega vanta akkurat svona kaffihús í Reykjavík, það minnir mig svo mikið á elsku Köben. Ósamstæð húsgögn, retro innréttingar og kósý heimastemmning þar sem gaman er að fletta eins og einu blaði og ræða um lífið og tilveruna. Fór með góðvinum mínum Ragnheiði og Hadda í smá Kakó&Kökur, í nýjustu Converse Skónum mínum. Skemmtilegt.
Thursday, 11 October 2012
Homg-Cap.
Þessa dagana get ég ekki mikið verið í háhæluðum skóm, ég stalst þó aðeins síðasta laugardag þar sem ein af mínum bestu var að gifta sig. En þessir ættu að henta vel (betur allavega) er það ekkim? Svo er líka bara rúmur mánuður í að bumban minnki all svakalega, en á meðan þá verður maður að fara milliveginn, hæ Homg- Cap línan frá Jeffrey Campell - sjúúklega skotin í þessum***
Thursday, 4 October 2012
Tuesday, 2 October 2012
#FMSPHOTOADAY
Stundum þarf lítið til þess að gera lífið eilítið skemmtilegra, hver er með í smá MyndaGleði? Þetta hefur algjörlega engan tilgang en bætir, hressir og kætir - eeeeða gæti mögulega gert það ;)
Ein mynd á dag og farið er eftir þessum lista - maður þarf ekkert að eiga snjallsíma til þess að taka þátt en fyrir þá sem vilja nota instagram þá er hasstaggið #fmsphotoaday - viltu vera memm? Endilega lesið meira um þetta hérna.
Ein mynd á dag og farið er eftir þessum lista - maður þarf ekkert að eiga snjallsíma til þess að taka þátt en fyrir þá sem vilja nota instagram þá er hasstaggið #fmsphotoaday - viltu vera memm? Endilega lesið meira um þetta hérna.
Saturday, 29 September 2012
With Child.
Ein af mínum uppáhalds tók myndir af mér í Heiðmörk um síðustu helgi, mikið rosalega er hún flink. Ef ykkur langar að skoða myndirnar hennar þá er hún með heimasíðu, sjá hér. Hún verður á Íslandi eitthvað áfram ef ykkur vantar myndatöku fyrir nær hvaða tækifæri sem er. Það er svo gaman að eiga myndir eftir hana, takk Ingibjörg***
Jón í Lit.
Fann þessa einstaklega fallegu platta sem nefndir eru "Jón í lit", sem gerðir voru í fyrra í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar heitins. Mér finnst þessir plattar ekkert smá flottir og væri alveg til í nokkra svona uppá vegg heima hjá mér, þjóðernisrembunni sjálfri.
Þeir voru gerðir í 20 mismunandi litum, það væri gaman að eiga þrjá til fjóra svona sem passa saman, hvaða liti myndir þú velja?
... ég er alveg massaskotiníþessu***
Wednesday, 19 September 2012
Haust.
Nú er komið Haust. Mikið sem ég er að elska þegar veðrið er akkurat eins og í morgun. Loftið var kalt og ó svo ferskt. Sólin skein svo hún yljaði mér meðan ég beið eftir strætó við sjóinn. Reykjavík var falleg. Með haustinu byrjar maður líka að kveikja á kertum sem er rómantískt svo við tölum nú ekki um haustlitina sem eru að byrja að myndast allt í kring. Ég fíla Haust.
Tuesday, 18 September 2012
Monki Wants.
Ég vil.
Það verður klárlega flikkað uppá fataskápinn eftir að litli gaur kemur í heiminn með smá Monki***
Saturday, 1 September 2012
Á Þínum Vörum?
Þessi auglýsing snerti mig, held meira að segja að ég hafi fengið smá kökk í hálsinn og tár í augun. Það sem maður er viðvæmur þessa dagana. Rosalega falleg og vel unnin auglýsing líka.
Ég ætla að kaupa svona gloss. Þú getur líka gert það hér.
Dís
Ég ætla að kaupa svona gloss. Þú getur líka gert það hér.
Dís
Friday, 31 August 2012
Iittala.
Ég er ó svo skotin í Iittala. Tímalaust, fallegt og á viðráðanlegu verði.
Hérna eru nokkrir uppáhalds hlutir:
obbboooslega fínt***
Thursday, 30 August 2012
Latest.
Hversu mikla gleði getur það gefið manni að kaupa sér nýjan aukahlut. Ég elska þessa tösku - brún og lekker fyrir haustið.
Subscribe to:
Posts (Atom)