Sunday, 28 November 2010

Svona er sumarið - 2011

Ég er strax farin að hlakka til íslensks sumars, sumarið 2011 verður tileinkað Vestfjörðum. Þar sem að ég var alin uppí sveit og þegar aðrir ferðuðust um landið var ég heima í heyskap og mjöltum. Ég er svo skotin í Vestfjörðum og er búin að pæla svolítið í þessu svæði. Hver er með í túr –get ég selt ykkur þetta?

23. Júlí – Laugardagur- Keyrt til Hólmavíkur og niður á Drangsnes.




24. Júlí-  Sunnudagur
Drangsnes er fiskiþorp með mikin sjarma – þar búa aðeins 65 manns en mikið er um mannin yfir sumartímann. Hversu nett er að vera bara með svona úti heitapotta fyrir gesti og gangandi. Fíla þig Drangsnes!

  

 Ég er t.d. obboslega skotin í því að fara með bát útí Grímsey og skoða fuglalífið þar. Eftir það er leiðinni haldið niður í Heydal þar sem mig langar að kíkja í náttúrulaugina við Galtarhrygg. Í Heydal  er fjölskylda sem rekur ferðaþjónustu og hægt er að gera margt skemmtilegt þar- svo sem fara á kayjak, hestbak, ganga og fl.  


Ef dagurinn er tekin snemma er ég rosalega hrifin af einni náttúrulaug sem er að finna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp– kjút kjút kjút!



25 & 26. Júlí Mánudagur & Þriðjudagur

Keyrt frá Heydal til Ísafjarðar. Þar langar mig að fara í ferð útí eyjuna Vigur og sjá alla lundana. Ég elska lunda- þeir eru kjút og þeir eru töff! Þeir eru meira að segja góðir á bragðið....


  

Nóg um það- mig langar líka að njóta lífsins á Ísafirði og þess vegna langar mig að vera tvær nætur það. Slappa af og fara á kaffihús að lesa Vísur, nei ok það er kannski of mikið! Kíkja kannski til Flateyrar, Suðureyrar eða Bolungarvíkur- það er alltaf svo mikill sjarmi yfir svona litlum fiskiþorpum.


27. Júlí- Miðvikudagur

Leiðin liggur til í gegnum Þingeyri og að Dynjanda, foss sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Ég er mjög mikil fossamanneskja, fossar eru eitthvað svo....... tignarlegir – Elskaða!
                                                                                                   (Addax.se, 2010)

Þegar ég er búin að dást að fossinum og vera óþolandi að taka fullt af myndum liggur leiðin niður á Patreksfjörð þar sem góðvinkona mín á ættir sínar að rekja. Vonandi verður hún bara heima til þess að taka á móti mér.


 28. júlí- Fimmtudagur

Annar dagur á Patreksfirði. Keyrum auðvitað niður í Breiðuvík og niður að Látrabjargi og verðum amazed. Ég fæ fiðring í magann af því að skrifa þetta;)




                                                                                                 (Wikimedia, 2010)

Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í heimi, 14 km langt og 440m hátt. Ætli ég verði lofthrædd?

29. Júlí- Föstudagur- Verslunarmannahelgin

Leiðin liggur niður að Brjánslæk. En á leiðinni er hin stórkostlegi Rauðisandur. Spes og Sjúklega Seiðandi!

                                                                                                (Hótel Edda, 2010)

Þaðan verður ferjan Baldur tekin yfir til Flateyjar og helgarinnar notið á þessari dámsemdar eyju! Grillað og sungið í góðra vina hópi - sýna sig og sjá aðra. Þetta getur ekki klikkað!



1. ágúst- Mánudagur- Home sweet home- Reykjavík City!
Öll ævintýri taka enda – Þetta líka!