Sunday, 5 December 2010

Stígvél

... Nú hef ég ekki ekki átt bíl í, tja, eitt og hálft ár. Ekki grunaði mig það nokkurntíman að ég gæti verið bíllaus. Oftast nær er það nú bara frekar nice að eiga ekki bíl, eða allavega um mánaðarmótin. Ég þarf til dæmis ekki að borga af bíl, ekki að borga tryggingar svo ég tali nú ekki um þann pening sem fer í bensín - já og við skulum ekki gleyma því að ég þarf ekki að skafa á morgnana. Aftur á móti þá er svolítið leiðinlegt þegar það er snjór að eiga einungis hjól til þess að komast á milli staða eða þá tvo fætur sem guð gaf mér! 

... þar sem neyðin kennir nakti konu að spinna fór ég að hugsa hversu ljúft það væri að eiga stígvél. Það er nú möst að finna sér stígvél.








Það segir mér engin að maður þurfi að hætta að vera pæja þó svo maður gangi í stígvélum!