Kveikja á kertum: Þó svo að maður sé einn heima er ekkert sem á að hindra mann í því að kveikja á kertum. Mér finnst ég stundum detta í þann pakka að kveikja bara á kertum þegar það kemur einhver í heimsókn. En það er gott að kveikja á kerti og hafa Kjút fyrir sjálfan sig.
Taka janúar hreingerningu og kaupa sér ný sængurföt: Manni líður einfaldlega betur þegar það er hreint í kringum mann og ég tala nú ekki um unaðinn af því að sofa með ný sængurföt, kjút!
Ég ætla líka að gera eitthvað nýtt í hverri viku, til þess fékk ég vinkonu mína með mér lið og við ætlum að finna uppá eitthverju nýju að gera í hverri viku. Þetta þarf endilega ekkert að kosta marga peninga, en hugmyndirnar mínar eru t.d. að finna fallega staði í Kaupmannahöfn, taka myndir, finna ný kaffíhús, Kíkja til Malmö, Fara á listasýningar, finna ný bönd sem eru að spila, kynnast fólki frá framandi löndum, elda mat frá framandi löndum, skrifa smásögu, semja ljóð, plana draumaferðalagið, lesa ljóð eftir forna íslenska menn eða fræðast meira um sögu íslands svo eitthvað sé nefnt. Kjút!
Leika sér úti í snjónum. Hvað er meira hressandi að skella sér útí snjóinn með uppáhalds tónlistina sína í eyrunum og koma heim með rauðann nebba og hita sér te og kúra undir teppi. Kjút!
... og síðast en ekki síst, BROSA!! Það er eitt af því sem er svo mikilvægt í lífinu og já svo við tölum nú ekki um hvað það er rosalega kjút!
Freyja og ég, Áramót 2010/2011
Þar til næst,
DíZ