Ljóshærðir, dökkhærðir, hávaxnir, lágvaxnir, svartir, hvítir, leikarar, söngvarar eða íþróttamenn..
Þetta bryjaði allt með einum yndisfögrum! Förum alla leiðina til ársins 1997, þegar Leonardo Dicaprio tryllti allt með hlutverki sínu í Titanic, rosalega var ég skotin í honum, hann var líka svo obboslega sætur á þessum árum... Það breyttist, mikið! En er nú orðin aftur svolítið sætur , þykir manni ekki alltaf vænt um þann fyrsta?
Pretty boy-inn Dicaprio átti náttúrulega ekki roð í næsta fola! Þegar ég var 13 ára, (Guð, 13 ár síðan) - þá var alveg roooosalega skotin í Leto:
Gengu ekki allir í gegnum Clooney og Pitt tímabil í lífinu?... þegar minnst er á Pitt þá má ekki gleyma Jolie tímabilinu mínu, hún missti svo allt kúlið þegar hún varð Brangelina, RIP!
Rosalega var ég líka skotin í Frosta í Mínus - guðdómlega mikill bad boy eitthvað:
Við skulum nú ekki gleyma Eminem - ætli ég flokki hann ekki í sama tímabil og Erp, fáránlegt bad boy crush þar á ferðinni - ætli það sé ekki vegna þess að þeir kunna að koma fyrir sig orði og eru fáránlegir töffarar - kannski einum of? neee.... fullt crush á þá líka!
Aldrei skal ég nú gleyma einum, megi hann hvíla í friði, hinum guðdómlega Ledger - aldrei gleymi ég þeim degi sem hann dó - gott ef ég felldi ekki nokkur tár! Ó svo fallegur var hann - ég var alveg fullt fullt fullt skotin í honum! Alltaf í Fyrsta sæti!
Özil... Fékk mega crush á hann eftir HM - hver hefði haldið - stelpunum finnst hann alveg hrikalega ómyndarlegur- en það var eitthvað sem kveikti neistann!
Obboslega verð ég líka spennt í hjartanu á því að horfa á CSI þegar þessi bregður á leik - Þessi augu!
Lengst tórir þá Guðjón á toppnum, ætli ég hafi ekki haft Celeb Crush á honum í ca. 5 ár! fjúff til lukku elsku drengurinn...
Hvert er þitt Celebrity Crush?