Wednesday, 2 March 2011

Ég er skotin í....

Alltaf á maður svona "celeb" crush...  Þegar ég lít til baka þá eru þessir blessuðu menn voðalega ólíkir!

Ljóshærðir, dökkhærðir, hávaxnir, lágvaxnir, svartir, hvítir, leikarar, söngvarar eða íþróttamenn..


Þetta bryjaði allt með einum yndisfögrum! Förum alla leiðina til ársins 1997, þegar Leonardo Dicaprio tryllti allt með hlutverki sínu í Titanic, rosalega var ég skotin í honum, hann var líka svo obboslega sætur á þessum árum...  Það breyttist, mikið! En er nú orðin aftur svolítið sætur , þykir manni ekki alltaf vænt um þann fyrsta?




Pretty boy-inn Dicaprio átti náttúrulega ekki roð í næsta fola!  Þegar ég var 13 ára, (Guð, 13 ár síðan) - þá var alveg roooosalega skotin í Leto:



Gengu ekki allir í gegnum Clooney og Pitt tímabil í lífinu?... þegar minnst er á Pitt þá má ekki gleyma Jolie tímabilinu mínu, hún missti svo allt kúlið þegar hún varð Brangelina, RIP!





Rosalega var ég líka skotin í Frosta í Mínus - guðdómlega mikill bad boy eitthvað:


& Ljungberg - ussssssss... drengur!


Við skulum nú ekki gleyma Eminem - ætli ég flokki hann ekki í sama tímabil og Erp, fáránlegt bad boy crush þar á ferðinni - ætli það sé ekki vegna þess að þeir kunna að koma fyrir sig orði og eru fáránlegir töffarar - kannski einum of? neee.... fullt crush á þá líka! 

  





Özil...  Fékk mega crush á hann eftir HM - hver hefði haldið - stelpunum finnst hann alveg hrikalega ómyndarlegur- en það var eitthvað sem kveikti neistann!



Obboslega verð ég líka spennt í hjartanu á því að horfa á CSI þegar þessi bregður á leik -  Þessi augu!





Lengst tórir þá Guðjón á toppnum, ætli ég hafi ekki haft Celeb Crush á honum í ca. 5 ár! fjúff til lukku elsku drengurinn...

 

Hvert er þitt Celebrity Crush?