Thursday, 25 July 2013

Frame Wall.

Sumarið er rétt komið - en samt er svo lítið eftir af því! Það þýðir bara að það styttist óðfluga í september, sem þýðir að tíminn til þess að finna íbúð styttist alltaf
. Jésús þessi leigumarkaður er náttúrulega ekki eðlilegur. Hvernig fer fólk að því að safna fyrir útborgun á íbúð þegar það er að borga rúmar 200 þúsund krónur í leigu? Herregud segi ég nú bara!

.. Í öllum þessum íbúðarhugleiðingum finnst mér samt miklu skemmtilegra að vafra um netið og skoða fallegar hugmyndir af innanhúshönnin. Það er svo mikið af snaarsniðugum Do It Yourself hugmyndum að ég iiiiða alveg í skinninu.

Eitt sem mig langar rosalega að gera er svona RammaVeggur, hérna eru nokkur inspiration:



Mér finnst rosalega lekkert að blanda saman bæði myndarömmum, skiltum, quote-um og svo finnst mér svaka töff að hafa annað enn ramma eins og á þessari mynd stafinn W - gerir þetta enn meira smart! Já og svo líka spegil, möguleikarnir eru endalausir krakkar mínir!