Mig hefur alltaf langað til þess að fara þangað og ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig ég ímynda mér Amsterdam - raunveruleikinn er sjaldnast sá sami og væntingarnar! Ætli það sé þá ekki bara best að láta koma sér á óvart og hafa engar væntingar?
Hugurinn tengir auðvitað Amsterdam við hina víðfrægðu Brownies - sem manni líður víst rosalega vel eftir :) Heyrði samt um daginn að aðeins heimamenn eigi rétt á því að fara á þau kaffihús sem selja þennan varning, ég get ekki sagt að það hryggi mig - hef ekki mikin áhuga á þessu!
(Blogspot, 2010)
Annað sem kemur upp í hugann minn er auðvitað Rauða hverfið, fullt af konum sem pósa í gluggum í þeirri von að menn kaupi sér fylgd! Að Selja sig fyrir peninga - Ekki mjög spennandi! Frekar sorglegt, en mig langar samt að sjá þetta!
(Flickr , 2010)
Þriðja sem kemur uppí hugann minn eru Canal siglingar og allar þessar brýr - ó svo rómantísk!
(Visited Europe, 2011)
Ég hlakka til að heimsækja þig Amsterdam!
(Belair Travel, 2011)