Senn er Febrúar á enda og margt hefur á daga mína drifið í þessum (vonandi) síðasta vetrarmánuði hérna í Kaupmannahöfn. Um miðjan mánuðinn flaug ég til Amsterdam í smá ævintýri sem fór alveg fram úr björtustu vonum - Yndisleg borg, ég er ekki frá því að ég væri alveg smá til í að búa þarna.
Hjól alveg eins og í Köben minni og Canals...
Líka "hættuleg" húsasund!
Hallandi Hús - Smá Sjarmi
Svo myndast maður mjög vel í vetrarsólinni...
Beautiful Bookstore - Las Ljóð í tvo tíma þarna...
... svo var gestgjafinn svona seiðandi sætur!
Brátt gengur nýr mánuður í garð, fullur af verkefnaskilum og prófum, þegar það verður allt búið má sumarið líka alveg að fara koma og þááá verður Kaupmannahöfn og allt sem henni fylgir, krassandi kjút! Ég geet varla beðið!
Augun þín!
Augun þín, fá dimmu í dagsljós breytt
Augun þín fá sorgarskýjum eytt
Ljómi þau er allt svo undur bjart
Að ég því trúi vart
að mér þau segi satt
Þó eru augun þín svo full af tærri tryggð
og tállaus yfirskyggð af ást.
Augun þín þau birta eitt og allt
segja þúsundfallt að þú sér ástin mín.
Burt rekur þú frá mér sérhverja sorg
syng ég því glaðvær um stræti og torg
vegsama alls sem þau tjá
og ég á, gleymt í hjarta mínu.