Lífið er,ein óvissuferð
Ótalmargt þú heyrir og sérð.
En það er víst að flestir eiga sér ósk um að lifa
lengi og vel.
Og elska
eins er það nú hjá mér.
Þú veist ég hef
gefið allt sem átti ég og stend og fell nú með því.
Það fer sem fer
þú færð miklu ráðið.
Lífið það er óútreiknanlegt.
En reiknaðu með mér.
Margur er í stöðugri leit
hverju að ja guð einn það veit.
En ég hef fundið mína fjöl og mig langar að lifa
bæði lengi og vel.
Reyna að skilja
eitthvað eftir mig hér.
Þú veist ég hef
gefið allt sem átti ég og stend og fell nú með því.
Það fer sem fer
þú færð ýmsu ráðið.
En lífið það er óútreiknanlegt
nú sem endranær.
Stundum fýkur í skjólin
sést ekki sólin
ljósið dvín.
En svo kemur nýr dagur
bjartur og fagur
Stundin mín.
Ég finn ég hef
gefið allt sem átti ég og stend og fell nú með því.
Það fer sem fer
þú færð miklu ráðið.
Lífið það er oft svo ótrúlegt.
Óútreiknanlegt.
Ég finn ég hef
gefið allt sem átti ég og stend og fell nú með því.
Það fer sem fer
lífið heldur áfram.
Leyfðu mér að lifa því með þér.
Já reiknaðu með mér.
Texti: Stefán Hilmarsson