Ég elska garðinn fyrir utan húsið mitt, þar er alltaf svo snyrtilegt og fallegt! Þar er allt mögulegt að finna eins og sandkassa, rólur, rennibraut, kastala, körfuboltavöll, nestisbekki og svo við tölum nú ekki um grasfletina - sem hægt er að nota til þess að breiða út teppi og njóta lífsins. Í garðinum mínum er líka eldstæði sem hægt er að setja kol í og grilla - mikið lifandis ósköp ætla ég að njóta þess að vera til og grilla þar í sumar... fyrir utan það þá er "Tigerinn" í garðinum mínum aðeins of töff eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:)
Ég og Sigga frænka tókum einn eftirmiðdaginn og létum sólina skína á okkur í garðinum - kjút!