Tuesday, 14 June 2011

... ástin var aðeins blindsker!


Bubbi, einn af mínum uppáhalds íslensku textahöfundum, er kannski ekki sá elskaðasti á Íslandi en hann kann svo sannarlega að hafa áhrif á tilfinningarnar í hjarta mínu. Að finna hvernig textarnir hans tengja tilfinningar mínar við mismunandi atriði í lífinu: ástir, vini og fjölskyldu. 

Það er gott að finna hvernig hjartað tekur stundum aukaslag þegar ég hlusta á lög eins og Trúir þú á engla, Það er gott að elska svo ég tali nú ekki um Afgan! Öll hafa þessi lög taumhald á mér og það er gott að finna hvernig tilfinningarnar spretta frá hjartanu út um allan líkamann og framkvæma gæsahúð svo ég verð að loka augunum... 

... Þessi fallega setning - draumur hverrar konu:



"Þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér..."