17. júní 1397 - Eiríkur af Pommern var krýndur konungur allra Norðurlanda.
17. júní 1811 - Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
17. júní 1881 - Þorlákur O. Johnson, sem lagt hafði stund á verslunarnám í Englandi, opnaði verslun í Reykjavík.
17. júní 1911 - Háskóli Íslands var stofnaður og settur í fyrsta sinn. Tók hann yfir rekstur Prestaskólans, Læknaskólans og Lagaskólans, sem um leið voru lagðir niður.
17. júní 1926 -Björg Karítas Þorláksdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún varði doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París. Maður hennar var Sigfús Blöndal orðabókarhöfundur og vann hún með honum að gerð íslensk-danskrar orðabókar.
17. júní 1944 - Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum og jafnframt var fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest. Einnig var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslands.
17. júní 1954 - Morgunblaðið birti ljóðið „Ísland er land þitt“ eftir Margréti Jónsdóttur í tilefni af tíu ára afmæli lýðveldisins.
17. júní 1961 - 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar var víða minnst, meðal annars með hátíð á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð.
17. júní 1969 - Aldarfjórðungsafmæli lýðveldisins var fagnað í mikilli rigningu.
17. júní 1980 - Ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kom út.
17. júní 1982 - Þriðja skipið með nafnið Akraborg kom til landsins og sigldi á milli Reykjavíkur og Akraness.
17. júní 2000 - Jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, skók Suðurland.
17. júní 2011 - Í kaupmannahöfn sat íslensk stúlka og sigraði heiminn í prófalestri, auðvitað í rigningu!
Til hamingju Íslendingar með þjóðhátíðardaginn ykkar - Lýðveldið Ísland orðið 67 ára og komið á eftirlaun!
dís***