Um helgina er ég búin að vera í Utrecht fyrir Icelandair á ráðstefnu að kynna Ísland, mikið er þetta eitthvað fyrir mig. Tala við fólk sem er um það bil jafn spennt fyrir Íslandi sem ferðamannastað og ég, segja sögur, gefa þeim Tópas skot, Íslenskt nammi og leiðbeina þeim hvað er mest spennandi að sjá og hvernig skal haga sér ef ferðast skal til Íslands. Þjóðarstoltið kom að góðum notum og ég er ekki frá því að ég sé með smá harðsperrur í brosvöðvunum.
Eline Sæta á Laugardagsmorgninum.
Tópas fyrir gesti og gangandi.
Íslandshornið.
Stuð.
Nýja Yogi hélt mér ferskri.
Svo var smá íslenskt nammi líka.
Frænkurnar að hittast eftir langan tíma.
Nýju Ameríkubæklingurinn fyrir Icelandair
Ég & Nadia sæta :)
... Svo tekur allt enda.