Saturday, 28 January 2012

When I´m Good, I´m good. When Bad, I´m Better.

Á Vijzelstraat 66 downtown Amsterdam er nýr hip staður, Basis. Ég er alveg að fíla að geta setið á gluggabekk með púða undir rassinum, jú og meira að segja upphitaðann svo að kaldur glugginn skyggi ekki á þá tilfinningu að fylgjast með fólkinu á götunni sem á þarna leið fram hjá. Við prófuðum líka að sitja í gömlum sófasettum með fullt af sál, umkringdar allskyns alltof gömlum tæknigræjum. Yfir einum (kannski tveim) tveggja evru bjórum - lét ég hugann reika um innréttingarnar sem voru líklega mjög ódýrar en surpricingly nettar og fólkið sem var greinilega að fíla þennan stað jafn vel og ég. Á Basis kemur fólk líka með sinn eigin mat, frekar nett concept. Jú, já og svo var líka svona roosa sætur barþjónm. Dips. Ég fer klárlega þangað aftur.