Wednesday, 8 February 2012

Mazzo - Amsterdam.

Nú fer senn að líða að heimför, já ég er að flytja heim. Til Íslands. Ég er nú ekki búin að vera það lengi í útlöndum en hæfilega lengi til þess að finnast það skrítið að fara til Íslands og vera þar.  

Fyrir ári síðan í mun heitari febrúarmánuði en núna, fór ég í fyrsta sinn til Amsterdam. Ég rölti um þessa litlu sveitaborg meðal kanalana og varð skotin. Skotin í Amsterdam. Fyrsta kaffihúsið sem ég fór inná í Amsterdam var Mazzo, staðsett á Rozengracht 114, ekki svo langt frá Dam. Flottar og nútímalegar innréttingar, góð tónlist og þæginlegt andrúmsloft. Á laugardaginn fór ég aftur á Mazzo, ég tók með mér bók og las, drakk te með ferskri myntu og naut þess að vera til, þennan síðasta laugardag í Dam.