Það er komin vetrartíð
Með veður köld og stríð
Ég stend við gluggann
Myrkrið streymir inn í huga minn,
Þá finn ég hlýja hönd
Sál mín lifnar við
Eins og jurt sem stóð í skugga,
En hefur aftur litið ljós
Mín vetrar sól.
Ólafur Haukur Símonarson