Monday, 5 March 2012

Mánudagur.

Þá er mánudagur, aftur. Vikurnar eru ekkert smá fljótar að líða hérna á Íslandi og á föstudaginn var ég búin að vera á Íslandi í heilar þrjár vikur. Þýðir það þá ekki að það sé rosa gaman? Ég er mætt upp á þjóðarbókhlöðu og er að vinna í mastersverkefnin mínu. Það er kósý. Mér finnst samt aldrei gaman að vakna á morgnana og hvað þá á mánudögum. Ég fór aðeins að spá í þessu eftir gærdaginn. Ég og María vinkona vorum á rúntinum og tókum spontant ákvörðum um að fara til Önnu Siggu vinkonu og baka flaug það í gegnum huga minn að "Live is what you make it", eins corny og það hljómar þá er það bara dagsatt. Ef þú ákveður að hafa gaman í lífinu þá eru  allar líkur á því að það verði til einhver snilld úr því. Ef við ákveðum að gera alltaf eitthvað skemmtilegt á mándögum til dæmis, þurfa mánudagar þá að vera svo leiðinlegir? Ég ætla allavega í kökuboð í kvöld með nokkrum uppáhalds.


                                                                           (we heart it, 2012)