Ég er alltaf komin langt fram úr sjálfum mér hvað varðar veðrið á Íslandi. Til dæmis eins og í gærmorgun, ég arkaði spök uppá Þjóðarbókhlöðu og dáðist af veðrinu úti. Þá var sól á Íslandi. Ég var næstum því farin að hugsa hvað mig langaði að grilla og að nú væri sko "stuttur" vetur á Íslandi eftir snjóþunga síðustu mánuði. Ég arka svo á Háskólatorg uppúr hádegi og inná lesstofu, þegar ég kem svo farm blasir við mér þessi ægilegi jólasnjór (þið vitið svona flyksur). ..... og ég verð aaaallltaf jafn sár!
... það er reyndar að hlýna aftur!