Friday, 21 January 2011

Beðmál í Borginni!

Ég hef oft vellt því fyrir mér afhverju strákar hafi ekki horft á alla þættina í Beðmál í borginni, lífið yrði svo miklu auðveldara fyrir þá! Ég er ekki frá því að þesssir þættir hafi tekið á ansi mörgum ef ekki flestum krísum sem snúast um samkipti kynjana. Ef til væri sambærilegur þáttur um stráka væri ég klárlega búin að horfa hann - kannski er málið bara að það eru oftar en ekki muuun minna Drama á strákum heldur en stelpum og við ættum kannski að sleppa því að vellta okkur uppúr hlutunum og spyrja bara - ef það er eitthvað sem angrar okkur í fari þeirra eða gjörðum?  - spurning!

Nokkur góð quote úr þáttunum:


"Maybe all men are a drug. Sometimes they bring you down and sometimes, like now, they get you so high."- Carrie

"Are there some women put in the world just to make you feel bad about yourself?"-Carrie

“But the most exciting, challenging and significant relationship of all is the one you have with yourself. And if you can find someone to love the you you love, well, that's just fabulous.”

“From my experience, honey, if he seems too good to be true—he probably is. -Samantha

“Don't you want to stand still with me?”- Carrie

“I love you, but I love myself more.” -Samantha

“I can’t color enough, I would color all day every day If I had my way, I would use every crayon in my box.” -Samantha

“After a while, you just want to be with the one that makes you laugh. -Big

“I like my money where I can see it, hanging in my closet.”-Carrie

“Are we simply romantically challenged, or are we sluts?-Carrie

“I curse the day you were born!”-Charlotte

“You see? This is how it starts. Next thing you know, we’re only having sex three or four times a week.”- Samantha

Saturday, 15 January 2011

HM 2011

Ég elska handbolta- ég verð önnur manneskja þegar handboltinn er í gangi.. Verst að það eru ekki margir hérna í Köben sem eru sammála mér, allavega halda þeir ekki með sama liði og ég!:)

Við tókum Ungverjana í reeesssinn í gær og Aron Pálmarsson var valinn maður leiksins, litli átt það vel skilið, frekar nettur og allt lá inni!

Hlakka til þess að sjá leikinn á eftir á móti Brasilíu- hef aldrei séð Brasilíumenn spila handbolta- vonum að þetta verði annar sætur sigur og byggi upp sjálfstraustið hjá íslenska liðinu fyrir Austurríki og Norðmenn..

.....Ég er ó svo skotin í honum Guðjóni....Ennþá!

Friday, 7 January 2011

JanúarKjút

Held það sé svolítið hætt við því að fólk hangi mikið inni í janúar, stór ástæða þess er líklegast veðurfarið. Það sem gerist er oftar en ekki er það að fólk verður leitt og kemur sér í þann vítahring að hanga í tölvunni heima heilu kvöldin, svo sem ekkert að því stundum- en aðeins of mikið af hinu góða oft á tíðum. Ég er svolítið svoleiðis, mér líður eins og viðrar, ég þarf aðeins að bæta úr því! Þess vegna langar mig til þess að segja ykkur frá því hvað ég ætla að reyna gera til þess að janúar verði Kjút!

Kveikja á kertum: Þó svo að maður sé einn heima er ekkert sem á að hindra mann í því að kveikja á kertum. Mér finnst ég stundum detta í þann pakka að kveikja bara á kertum þegar það kemur einhver í heimsókn. En það er gott að kveikja á kerti og hafa Kjút fyrir sjálfan sig.

Taka janúar hreingerningu og kaupa sér ný sængurföt: Manni líður einfaldlega betur þegar það er hreint í kringum mann og ég tala nú ekki um unaðinn af því að sofa með ný sængurföt, kjút!

Ég ætla líka að gera eitthvað nýtt í hverri viku, til þess fékk ég vinkonu mína með mér lið og við ætlum að finna uppá eitthverju nýju að gera í hverri viku. Þetta þarf endilega ekkert að kosta marga peninga, en hugmyndirnar mínar eru t.d. að finna fallega staði í Kaupmannahöfn, taka myndir, finna ný kaffíhús, Kíkja til Malmö, Fara á listasýningar, finna ný bönd sem eru að spila, kynnast fólki frá framandi löndum, elda mat frá framandi löndum, skrifa smásögu, semja ljóð, plana draumaferðalagið, lesa ljóð eftir forna íslenska menn eða fræðast meira um sögu íslands svo eitthvað sé nefnt. Kjút!

Leika sér úti í snjónum. Hvað er meira hressandi að skella sér útí snjóinn með uppáhalds tónlistina sína í eyrunum og koma heim með rauðann nebba og hita sér te og kúra undir teppi. Kjút!

... og síðast en ekki síst, BROSA!! Það er eitt af því sem er svo mikilvægt í lífinu og já svo við tölum nú ekki um hvað það er rosalega kjút!


Freyja og ég, Áramót 2010/2011

Þar til næst,

DíZ

Sunday, 2 January 2011

Hæ 2011, Velkomin!

Ég hef rosalega góða tilfinningu fyrir árinu sem ný er gengið í garð. 2011 hljómar líka rosalega fallega, finnst ykkur ekki? Ég er spennt, full tilhlökkunar og ég brosi - ég er hamingjusöm, 2011, Velkomin!