Tuesday 28 June 2011

You will find it in Copenhagen!

Nú er ég komin heim til Íslands - Eitt ár í mastersnáminu yfirstaðið og mér líður eiginlega eins og ég hafi byrjað í gær! Ég var ekki tilbúin til þess að segja bless við Kaupmannahöfn og allt sem hún hefur uppá að bjóða, þess vegna notaði tímann vel í próflestri og settist niður á Kaffihús og átti þar stund milli stríða... Olivers heitir þetta kaffihús og er efst á Frederiksberg Allé..












Monday 20 June 2011

Sunday 19 June 2011

Inspired By KA!







www.lovelydayisntit.blogspot.com  - Endilega kíkið á bloggið hennar - fullt af fallegum myndum og pistlum - þeir eru jú á Norsku en íslendingar skilja það nú alveg!:) 


Dís 

Friday 17 June 2011

ShoeLove♥



Nýjasta Skóparið mitt - Jeffrey Campell - Ég er svo fullt skotin í þeim!***

„sómi Íslands, sverð þess og skjöldur“

17. júní 1397 -  Eiríkur af Pommern var krýndur konungur allra Norðurlanda.


17. júní 1811Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð.


17. júní 1881 Þorlákur O. Johnson, sem lagt hafði stund á verslunarnám í Englandi, opnaði verslun í Reykjavík.


17. júní 1911 Háskóli Íslands var stofnaður og settur í fyrsta sinn. Tók hann yfir rekstur PrestaskólansLæknaskólans og Lagaskólans, sem um leið voru lagðir niður.


17. júní 1926 -Björg Karítas Þorláksdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún varði doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París. Maður hennar var Sigfús Blöndal orðabókarhöfundur og vann hún með honum að gerð íslensk-danskrar orðabókar.


17. júní 1944 - Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum og jafnframt var fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest. Einnig var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslands.


17. júní 1954 - Morgunblaðið birti ljóðið „Ísland er land þitt“ eftir Margréti Jónsdóttur í tilefni af tíu ára afmæli lýðveldisins.


17. júní 1961 - 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar var víða minnst, meðal annars með hátíð á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð.


17. júní 1969 - Aldarfjórðungsafmæli lýðveldisins var fagnað í mikilli rigningu.


17. júní 1980Ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kom út.


17. júní 1982 - Þriðja skipið með nafnið Akraborg kom til landsins og sigldi á milli Reykjavíkur og Akraness.


17. júní 2000 Jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, skók Suðurland.


17. júní 2011 - Í kaupmannahöfn sat íslensk stúlka og sigraði heiminn í prófalestri, auðvitað í rigningu!




Til hamingju Íslendingar með þjóðhátíðardaginn ykkar - Lýðveldið Ísland orðið 67 ára og komið á eftirlaun! 


dís***

Tuesday 14 June 2011

Hár Hár hár hár hár...



















... ástin var aðeins blindsker!


Bubbi, einn af mínum uppáhalds íslensku textahöfundum, er kannski ekki sá elskaðasti á Íslandi en hann kann svo sannarlega að hafa áhrif á tilfinningarnar í hjarta mínu. Að finna hvernig textarnir hans tengja tilfinningar mínar við mismunandi atriði í lífinu: ástir, vini og fjölskyldu. 

Það er gott að finna hvernig hjartað tekur stundum aukaslag þegar ég hlusta á lög eins og Trúir þú á engla, Það er gott að elska svo ég tali nú ekki um Afgan! Öll hafa þessi lög taumhald á mér og það er gott að finna hvernig tilfinningarnar spretta frá hjartanu út um allan líkamann og framkvæma gæsahúð svo ég verð að loka augunum... 

... Þessi fallega setning - draumur hverrar konu:



"Þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér..." 

Saturday 11 June 2011

Botninn upp!

Í gærkvöldi kíkti ég á menninguna í miðbæ Kaupmannahafnar til að bera augum Blaz Roca og fleiri vel valda hip hoppara á Íslendingastaðnum Blasen! Rímur, Ragnheiður & Rúúúúst!

“There is no sincerer love than the love of food.”


Lax, Túnfiskur, Hvítur fiskur & Rækja... í bland við Avokadó, Agúrku, Chili Mæjó & Hvítlauk...  

Heinn Unaður!