Monday 23 April 2012

Steinarnir Tala.


Af öllum „dauðum hlutum“ fannst mér steinarnir vera mest lifandi. Það var af því, að þeir voru náttúrlegastir og mundu áreiðanlega lengst aftur. Það hafði enginn umskapað þá eða neytt þá til að vera öðruvísi en náttúran hafði gert þá. En hinir „dauðu hlutirnir“ voru afmyndaðir af mönnum og ónáttúrlegir, og mér fannst þeir hafa glatað miklu af sálu sinni, með því að vera gerðir svona...
(Þórbergur Þórðarson, Steinarnir tala)



Wednesday 11 April 2012

Sumar.

Mikið lifandi skelfingar ósköp hlakka ég til þess að sumarið gangi í garð. Síðustu dagar hafa verið fullir af vori og ég er ekki frá því að smá sumarpúki hafi tekið sér bólfestu innra með mér. Fyrir rétt rúmu ári síðan var þessi mynd tekin í Tívolí garðinum í Kaupmannahöfn, mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en mér finnst eins og þessi dagur hafi gerst í gær. 

Halló Sumar, ég er tilbúin fyrir þig! 



Thursday 5 April 2012

I can.

                                                                                                                                  (www.jennyhenriksson.com)

Sunday 1 April 2012

The White Leather Converse.

Ég á nokkrar vinkonur sem hafa þetta endemis dálæti af skóm líkt og ég. Í Amsterdam keypti ég mína fyrstu Converse skó. Síðasta haust kom vinkona mín í heimsókn til Amsterdam alla leið frá Svíþjóð þar sem hún var í skiptinámi. Eftir nokkra mánaða aðskilnað vorum við, án vitundar hvor annarar, búnar að kaupa okkur hvíta leður Converse. Alveg eins! Við elskum hvítu leður Converse-ana okkar!:)  



Þetta var góð ferð - Þar sem önnur frábær kom líka frá Íslandi. Mikið þykir mér vænt um þessa ferð.