Sunday 18 November 2012

Hreindýr.


Hreindýr eiga hug minn allan núna. Ó svo mikið til af töff hlutum sem gerð eru eftir þessu tignarlega dýri. Mér finnst líka eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt að sjá hreindýr. Þó svo þau séu nú allmörg á Íslandi þá hef ég ekki oft séð þessar skeppnur og þegar það hefur gerst, líður mér alltaf eins og ég hafi verið rosa heppinn. Þetta er svona eins og að sjá ref, haförn eða uglu, jú eða stjörnuhrap!

Allavega...

Mikið lifandi sem ég er skotin í þessum tarfi - hann myndi svo sannarlega setja sinn svip á stofuna mína þessi elska.

 

Þið finnið gripinn hérna. 


Eins finnst mér þessi límmiði sem fæst í Erum Gallerí mjög töff:


... og síðast en ekki síst, drauma Hreindýrið mitt sem fæst í Hrím. 









PANT.

Bráðum get ég farið að vera í háhæluðum aftur, mikið skeeelfilega hlakka ég til! Mér finnst ekkert voðalega gaman að kaupa mér flatbotna, þó svo þeir hafi nú aðeins meira notagildi en þeir háhæluðu. Þó svo ég noti nú háhæluðu skóna líka sem skraut í hillurnar hérna heima - rosa notagildi í því!

Sacha er ein af uppáhalds skóbúðunum mínum í Amsterdam, það eru svoooooo margir fallegir skór sem mig langar í þar núna - og meira að segja fleiri flatbotna í þetta sinn. Má ég ekki bara fá þá alla?







Tryllingur tryllingur tryllingur - þetta er alveg að fara með mig hérna megin!


Skoðaðu meira hérna. 

Thursday 1 November 2012

Ég er skotin í.

Ég á rosalega auðvelt með að nota "skotin í" og að geta verið skotin í er yndislegt.

Ég er skotin í Kaffi með mynstri
Ég er skotin í Kertaljósum.
Ég er skotin í Stórum húfum og Treflum.
Ég er skotin í allskyns loði, bæði gærum og skottum.
Ég er skotin í nýja fína Barnarúminu inni í herbergi.
Ég er skotin í Malti.
Ég er skotin í Skartgripum og alltof mikið af þeim - í einu.
Ég er skotin í Status update-um á Facebook með hjarta fyrir framan.
Ég er skotin í Mac tölvunni minni.
Ég er skotin í plötuspilaranum á heimilinu.

Ég er skotin í tilhugsuninni að kúra með einum litlum töffara, einum stórum töffara og einni yndislegri prinsessu í vetur ***

Líttu, kæri lesandi,  endilega í þinn eigin barm og hugsaðu um hvað það er sem þú ert skotin í, í lífinu!

Dís