Tuesday, 29 March 2011

The better half of Rooney!

Ég hef verið svolítið skotin í Coleen (McLoughlin) Rooney síðan ég átti heima á Tenerife og var svolítið húkt á slúðurblöðunum frá Englandi. Coleen er líklega þekktust fyrir að vera kona Wayne Rooney fótboltakappa. Hún hefur þó einnig verið í sjónvarpi, skrifað ýmsa pistla í tískublöð ásamt því að vera sífellt mynduð í bak og fyrir af paparössum Englandsins..

Fyrir ekki svo löngu hannaði hún sína eigin línu fyrir Littlewoods  - kíkið á það hér!


Línan hennar er kannski í kéllingalegri kanntinum en ég er alveg fullt skotin í þessum skóm!



   .... Love love love á kjólinn ,aukahlutina og hárið!  - held samt ég segi pass á date-ið!;) 

Sunday, 27 March 2011

I have missed you!

19.03.2011


....Spring is here, welcome, I have missed you! A Silent Sunday in Copenhagen  - Sun and Sigga - Super!

Thursday, 24 March 2011

Þetta er lífið!

Mikið lifandi er ég fegin að ein stúlkukind í Reykjavík, sem ég hef svo mikið dálæti á að lesa eftir, er byrjuð að rita orð á veraldarvefnum aftur!


Hún er töff og byrjar öll blogg með "Ég elska... " sem mér finnst kjút! Það ættu fleiri að temja sér þetta og sjá það jákvæða í lífinu og hvað þessi litlu hlutir skipta miklu máli!


Endilega kíkið á síðuna hennar...




Díz

Monday, 14 March 2011

... Þú færð bros frá mér í sérhvert sinn ...

Þá er komið að prófatíð enn einu sinni, þá er um að gera hafa svolítið fallegt í kringum sig. Ég keypti þessa fallegu bleiku túlípana í gær til þess að njóta meðan ég sit og les CSR (Corporate Social Responsibility) - ekki alveg það áhugaverðasta, en það er smá sjarmi yfir þessu, með blóm og kertaljós :)


 

Friday, 11 March 2011

Soon its Summer!

Ég er sjúk í Pastel naglalökk- ef ég væri nú bara með fallegar negur til þess að lakka - en maður má alltaf sletta smá á táslurnar líka - það er nú vor í lofti! :)




Talandi um pastel ég er að elska þennan ljósgula lit sem er svo mikið í búðunum núna - ég er til í þetta sumarlook, á reyndar gallabuxurnar og bolinn (Gina tricot) þarf bara að næla mér í þessa guðdómlegu skó og kjút arbönd(H&M). 



... Ég er svo spennt fyrir sumrinu, ég geeeeet ekki beðið:)

Wednesday, 9 March 2011

Love!

Þegar ég skila lokaverkefni í skólanum á ég það til að kíkja aðeins við í Fredriksberg Center - það fór svo í morgun eins og aðra skiladaga..




. . . Já ég keypti mér Peysu, Bol, Hring & Belti . . .

. . . Keypti reyndar hálsmenið á leiðinni til Amsterdam, er rosalega skotin í því . . . 

  . . . og ekki má nú gleyma BUXUNUM! - Gott að stíga aðeins út fyrir þægindasvæðið! . . .

Wednesday, 2 March 2011

Ég er skotin í....

Alltaf á maður svona "celeb" crush...  Þegar ég lít til baka þá eru þessir blessuðu menn voðalega ólíkir!

Ljóshærðir, dökkhærðir, hávaxnir, lágvaxnir, svartir, hvítir, leikarar, söngvarar eða íþróttamenn..


Þetta bryjaði allt með einum yndisfögrum! Förum alla leiðina til ársins 1997, þegar Leonardo Dicaprio tryllti allt með hlutverki sínu í Titanic, rosalega var ég skotin í honum, hann var líka svo obboslega sætur á þessum árum...  Það breyttist, mikið! En er nú orðin aftur svolítið sætur , þykir manni ekki alltaf vænt um þann fyrsta?




Pretty boy-inn Dicaprio átti náttúrulega ekki roð í næsta fola!  Þegar ég var 13 ára, (Guð, 13 ár síðan) - þá var alveg roooosalega skotin í Leto:



Gengu ekki allir í gegnum Clooney og Pitt tímabil í lífinu?... þegar minnst er á Pitt þá má ekki gleyma Jolie tímabilinu mínu, hún missti svo allt kúlið þegar hún varð Brangelina, RIP!





Rosalega var ég líka skotin í Frosta í Mínus - guðdómlega mikill bad boy eitthvað:


& Ljungberg - ussssssss... drengur!


Við skulum nú ekki gleyma Eminem - ætli ég flokki hann ekki í sama tímabil og Erp, fáránlegt bad boy crush þar á ferðinni - ætli það sé ekki vegna þess að þeir kunna að koma fyrir sig orði og eru fáránlegir töffarar - kannski einum of? neee.... fullt crush á þá líka! 

  





Özil...  Fékk mega crush á hann eftir HM - hver hefði haldið - stelpunum finnst hann alveg hrikalega ómyndarlegur- en það var eitthvað sem kveikti neistann!



Obboslega verð ég líka spennt í hjartanu á því að horfa á CSI þegar þessi bregður á leik -  Þessi augu!





Lengst tórir þá Guðjón á toppnum, ætli ég hafi ekki haft Celeb Crush á honum í ca. 5 ár! fjúff til lukku elsku drengurinn...

 

Hvert er þitt Celebrity Crush?

Að tjá sig með orðum..

Ég veit ekki hvað það er við ljóð sem ég dregur mig svona að þeim! Ég get setið og lesið ljóð tímunum saman og ég á mér hverju sinni nokkur uppáhalds ljóð. Ég get líka setið tímunum saman og samið ljóð um það hvernig mér líður og hvað það er sem fær mig til þess að brosa - hvað það er sem fær mig til þess að meta lífið að verðleikum sínum. Mikið elska ég hvernig fögrum orðum er skeytt saman í stuttar setningar sem láta hugan reika um tilfinningar og hugarástand höfundarins! Ég elska líka myndlíkingar sem leyfa huganum að byggja upp leiksvið atburðarrásarinnar. Mikið lifandis ósköp vildi að ég stundum að ég hefði farið í íslensku í Háskólanum, en hvað gerir maður annars við Kandítatspróf í íslensku? 

Ég hef einnig mikið hugsað um rím í ljóðum! Afhverju eiga ljóð að ríma? Það er auðvitað fallegt fyrir hrynjandann í ljóðinu sjálfu en mér finnst þó stundum eins og höfundurinn sé ekki að segja akkurat frá því hvernig honum líður. Ég hugsa oft með mér að höfundurinn leiti frekar að orðum sem ríma - heldur en að lýsa hugarástandi eða segja frá skoðunum sínum þá stundina. Ekki misskilja mig, ég elska mjög mörg ljóð sem ríma, eins og til dæmis þetta: 

Miðvikudagur

Miðvikudagur.  – Og lífið gengur sinn gang,
eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það.
Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt,
því svona hefir það verið og þannig er það.

Þér gangið hér um með þann sama svip og í gær,
þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið.
Í morgun var haldið uppboð á eignum manns,
sem átti ekki nóg fyrir skuldum. – Þannig er lífið.

Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl,
og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi.
Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös,
og Morgunblaðið fæst keypt niðr’ á Lækjartorgi.

Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang,
og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn.
Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær,
í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn.

                                                           - Steinn Steinarr