Ég veit ekki hvað það er við ljóð sem ég dregur mig svona að þeim! Ég get setið og lesið ljóð tímunum saman og ég á mér hverju sinni nokkur uppáhalds ljóð. Ég get líka setið tímunum saman og samið ljóð um það hvernig mér líður og hvað það er sem fær mig til þess að brosa - hvað það er sem fær mig til þess að meta lífið að verðleikum sínum. Mikið elska ég hvernig fögrum orðum er skeytt saman í stuttar setningar sem láta hugan reika um tilfinningar og hugarástand höfundarins! Ég elska líka myndlíkingar sem leyfa huganum að byggja upp leiksvið atburðarrásarinnar. Mikið lifandis ósköp vildi að ég stundum að ég hefði farið í íslensku í Háskólanum, en hvað gerir maður annars við Kandítatspróf í íslensku?
Ég hef einnig mikið hugsað um rím í ljóðum! Afhverju eiga ljóð að ríma? Það er auðvitað fallegt fyrir hrynjandann í ljóðinu sjálfu en mér finnst þó stundum eins og höfundurinn sé ekki að segja akkurat frá því hvernig honum líður. Ég hugsa oft með mér að höfundurinn leiti frekar að orðum sem ríma - heldur en að lýsa hugarástandi eða segja frá skoðunum sínum þá stundina. Ekki misskilja mig, ég elska mjög mörg ljóð sem ríma, eins og til dæmis þetta:
Miðvikudagur
Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang,
eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það.
Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt,
því svona hefir það verið og þannig er það.
Þér gangið hér um með þann sama svip og í gær,
þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið.
Í morgun var haldið uppboð á eignum manns,
sem átti ekki nóg fyrir skuldum. – Þannig er lífið.
Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl,
og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi.
Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös,
og Morgunblaðið fæst keypt niðr’ á Lækjartorgi.
Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang,
og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn.
Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær,
í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn.
- Steinn Steinarr