Friday, 23 March 2012

My latest.


Ég get ekki beðið eftir að sumarið komi. Þá verð ég sko algjör pæja í þessum. Tók reyndar forskot á sæluna um daginn og fór út í þeim. Ég var pæja. 

Wednesday, 21 March 2012

You are so Welcome.



Ombre.

Ég er að fíla hár sem er ljósara í endana, stundum kallað Ombre. Þetta er eitthvað svo kynþokkafullt og trendí. Bókað eitthvað sem ég á eftir að prófa. Drew er bara alveg með'idda.








Tuesday, 20 March 2012

The Story of Keep Calm and Carry On.

Ég er rosalega skotin í plakötunum "Keep Calm and Carry on" og öllum þeim útgáfum sem hafa fylgt í kjölfarið. Hérna er sagan.



Monday, 19 March 2012

Believe in Love.

Ég held ég sé búin að finna næsta húðflúr. Útlínur af litlu hjarta sem stendur fyrir "Believe in Love" - corny fyrir allan peninginn. Ég veit.



Monday, 12 March 2012

Im the hero of this story. I dont need to be saved.

Ég er alveg tryllt í húðflúr! Árið 2012 ætla ég að fá mér fleiri húðflúr. Það er bara spurning hvað af hugmyndunum stendur uppi sem sigurvegari. Ég elska að vafra um á netinu og skoða falleg húðflúr. Það er ein síða sem heitir Fuck Yeah Tattos sem fólk getur hlaðið inn myndum af húðflúrinu sínu og skrifað hugmyndina bak við verkið sem mér finnst snilld. Hérna er smá sem ég fíla:











Monday, 5 March 2012

Mánudagur.

Þá er mánudagur, aftur. Vikurnar eru ekkert smá fljótar að líða hérna á Íslandi og á föstudaginn var ég búin að vera á Íslandi í heilar þrjár vikur. Þýðir það þá ekki að það sé rosa gaman? Ég er mætt upp á þjóðarbókhlöðu og er að vinna í mastersverkefnin mínu. Það er kósý. Mér finnst samt aldrei gaman að vakna á morgnana og hvað þá á mánudögum. Ég fór aðeins að spá í þessu eftir gærdaginn. Ég og María vinkona vorum á rúntinum og tókum spontant ákvörðum um að fara til Önnu Siggu vinkonu og baka flaug það í gegnum huga minn að "Live is what you make it", eins corny og það hljómar þá er það bara dagsatt. Ef þú ákveður að hafa gaman í lífinu þá eru  allar líkur á því að það verði til einhver snilld úr því. Ef við ákveðum að gera alltaf eitthvað skemmtilegt á mándögum til dæmis, þurfa mánudagar þá að vera svo leiðinlegir? Ég ætla allavega í kökuboð í kvöld með nokkrum uppáhalds.


                                                                           (we heart it, 2012)

Thursday, 1 March 2012

Það var samt bara ennþá febrúar.

Ég er alltaf komin langt fram úr sjálfum mér hvað varðar veðrið á Íslandi. Til dæmis eins og í gærmorgun, ég arkaði spök uppá Þjóðarbókhlöðu og dáðist af veðrinu úti. Þá var sól á Íslandi. Ég var næstum því farin að hugsa hvað mig langaði að grilla og að nú væri sko "stuttur" vetur á Íslandi eftir snjóþunga síðustu mánuði.  Ég arka svo á Háskólatorg uppúr hádegi og inná lesstofu, þegar ég kem svo farm blasir við mér þessi ægilegi jólasnjór (þið vitið svona flyksur). ..... og ég verð aaaallltaf jafn sár!





... það er reyndar að hlýna aftur!