Að vera með sítt hár finnst mér fab, en um leið þá er hárið oft fyrir í hversdagsleikanum og maður endar oft með að slengja bara faxinu aftur í tagl. Þar af leiðandi er hárið oft mjög svipað - og mér finnst það smá döll. Þess vegna skoða ég oft svona auðvelda greiðslur og hugmyndir fyrir hárið til þess mixa áður en haldið er til vinnu. Þar sem ég hef ekki verið þekkt fyrir annað en að þurfa berjast við snooze takkann á morgnana, þarf hugmyndin að vera mjög einföld. Ég rambaði á nokkrar nettar myndir af stelpum með casual look-ið á hreinu með svona metal teygju:
Simple - yet a little different!
Þessi er með nokkrar DYI versions af Metal Hárteygju, sniðugt - kíkið
hérna á það!
Ég fíla svona langt líka - allavega á föstudagskvöldi!***
Já og auðvitað fæst þetta líka í H&M - Anna Sigga vinkona var svo yndisleg að kippa einni með frá Útlandinu, Snillingur***
Dís