Saturday, 13 October 2012

Stofan.

Ég er lengi búin að ætla á Stofuna, Stofan kaffihús sem stendur við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. Mér finnst algjörlega vanta akkurat svona kaffihús í Reykjavík, það minnir mig svo mikið á elsku Köben. Ósamstæð húsgögn, retro innréttingar og kósý heimastemmning þar sem gaman er að fletta eins og einu blaði og ræða um lífið og tilveruna. Fór með góðvinum mínum Ragnheiði og Hadda í smá Kakó&Kökur, í nýjustu Converse Skónum mínum. Skemmtilegt.













Thursday, 11 October 2012

Homg-Cap.

Þessa dagana get ég ekki mikið verið í háhæluðum skóm, ég stalst þó aðeins síðasta laugardag þar sem ein af mínum bestu var að gifta sig. En þessir ættu að henta vel (betur allavega) er það ekkim? Svo er líka bara rúmur mánuður í að bumban minnki all svakalega, en á meðan þá verður maður að fara milliveginn, hæ Homg- Cap línan frá Jeffrey Campell - sjúúklega skotin í þessum***



 

                      Homg- Cap by Jeffrey Campell. 

Tuesday, 2 October 2012

#FMSPHOTOADAY

Stundum þarf lítið til þess að gera lífið eilítið skemmtilegra, hver er með í smá MyndaGleði? Þetta hefur algjörlega engan tilgang en bætir, hressir og kætir - eeeeða gæti mögulega gert það ;)

Ein mynd á dag og farið er eftir þessum lista - maður þarf ekkert að eiga snjallsíma til þess að taka þátt en fyrir þá sem vilja nota instagram þá er hasstaggið #fmsphotoaday - viltu vera memm? Endilega lesið  meira um þetta hérna.