Thursday, 21 February 2013

BlómaBönd.

Rakst á þessa síðu á vafri mínu. Hárspangir með blómum, mörg hver mjög falleg! Ég held þetta gæti verið frekar kjút í sumar - líka svo rómantískt!






Monday, 18 February 2013

Leiðin að meistaranum!

Samband mitt við meistararitgerðina mína er alveg til fyrirmyndar. Munið þið ekki lagið þarna.... samband þeirra er frá öllum hliðum séð stórfínt! 

Plat!

Jésús hvar endar þetta eiginlega. Ég er samt búin að lofa sjálfum mér því að mér skal takast að klára þetta. Svo góðir hálsar, skildagur er 21. júlí 2013. Ég nefnilega þrái ekkert heitar en að vera kallaður meistari. Ég er að segja ykkur það, ííííí alvöru!

Þegar ég kláraði BS ritgerðina mína í HÍ, þá fannst mér ritgerðin mín ekkkert vera að ganga upp þar til hún var allt í einu tilbúin og ég meira að segja fékk fyrstu einkun fyrir kvikindið. Svo kvót dagsins á vel við!



Saturday, 16 February 2013

Toppur.

Ok! Það er komin sá tími af árinu að mig langar í topp! Kannski er ég bara að hugsa um topp því ég þrái breytingu á hárinu á mér. Þó svo það sé voða þægilegt að vera LOKSINS komin með síðan topp sem ég get auðveldlega hennt með í tagl - þá er alltaf eitthvað sem dregur mig að því að klippa hann aftur. Svo þegar ég er búin að því þá safna ég honum alltaf aftur því maður þarf jú að blása hann rétt og það er frekar mikið ves að spenna hann eitthvað upp. Talandi um að finnast grasið alltaf grænna hinumegin!

.. ég er allavega voðalega skotin í þessum stíl, ætli maður líti nokkuð út fyrir að vera 5 ára? Audrey er allavega alveg með´idda!









Friday, 15 February 2013

Ég þarf þennan Rebba.


Vá vá vá vá vá vá vá vá vá vááááá. Ég er svo ástfangin. Ég held ég muni mögulega ekki sofna í kvöld!

Hann fæst hjá Siggu og Timo.

Monday, 4 February 2013

Ó Hunter.

Ein síðan af bloggrúntinum mínum og þegar mig vantar smá inspiration í fatavali er www.lookbook.nu. Þessa dagana þegar slabbið og rigningin tröllríður öllu, get ég ómögulega hætt að hugsa um Hunter stígvél. Mér finnst svo sniðugt að uppi í hægra horninu á lookbook getur maður slegið inn fatamerki sem maður fílar og fengið look sem inniheldur föt frá einmitt því merki. Þetta gefur manni helling af hugmyndum, rosa sniðugt. Prófið endilega að slá in Hunter í leitarvélina og verið viðbúnar við því að verða aaalveg sjúkar.

Ó Hunter - Ó svo tímalaus og töff!




Meira að segja við Blúndukjól - ójá!




... Ó þið yndisfögru stígvél - ég skal gera ykkur fallegt pláss uppi í hillu ef þið viljið vera mín!

Mikið hriiikalega er ég skotin í þeim!