Eruði ekki skotnar í þessu?
Sunday, 23 June 2013
Hvítt Naglalakk.
Ég er svolítið skotin í hvítu naglalakki. En ég er þeim ósið gædd að naga og rífa á mér neglurnar. Það hefur heldur minnkað síðan ég eignaðist Daníel svo núna er ég óóóð í Naglalökk. Hvítt er efst á óskalistanum núna, hvar ætli ég fái svoleiðis - pottþétt til í OPI - uppáhalds naglalökkin mín***
Eruði ekki skotnar í þessu?
Eruði ekki skotnar í þessu?
MarcJacobs***
Úff þvílíkt konfekt sem þessar töskur eru, ég fór óvart inní Leonard Lækjargötu um daginn. Ég fann hvernig mér hitnaði og fékk sting í magann og langaði mest að henda mér í jörðina og grenja þangað til að búðarkonan myndi fallast á það að gefa mér töskuna sem ég var að horfa á bara til þess að ég færi útúr búðinni. Djók.
.. mér langar samt svo obboslega mikið í eina Marc Jacobs! Þær eru bara einu númeri of Gordjöss! Einn daginn krakkar, einn daginn.
.. mér langar samt svo obboslega mikið í eina Marc Jacobs! Þær eru bara einu númeri of Gordjöss! Einn daginn krakkar, einn daginn.
Snillingar.
Þegar maður eignast barn þá er ekki eins mikill tími til þess að hitta ó bestu vinkonur sínar. Það finnst mér leiðinlegt. Mikið sem ég sakna þeirra. Við Ragnheiður vinkona t.d. vorum alltaf að finna uppá Snilld. Það er eiginlega ekkert hægt að útskýra það meira en svo en að gera eitthvað sem lét okkur líða eins og Snillingum! Til dæmis afþreying sem ekki þarf að borga fyrir, það er snilld.
LionKingApi.
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um ást mína á Lion King.. Barnið er látið horfa á þetta líka - hann eeelskar það! Mikið sem það gleður mig. Ég er farin að kunna myndina utanaf, AFTUR!
Þreyttur KrúttApi***
Þreyttur KrúttApi***
Subscribe to:
Posts (Atom)