Wednesday, 23 January 2013

Its all about the shoes.

Vagabond skórnir svíkja mann aldrei - þeir minna mann líka á það hversu vitlaust það er að kaupa ódýra skó. Mamma mín var svo elskuleg að gefa mér inneign í MAIA á Laugarveginum. Mjög falleg búð - og mikið af fallegum fötum, skóm og munum! Mamma er svo söd.

.. en allavega þessir urðu fyrir valinu:



Ég keypti þá samt sem svona hversdagsskó - eða þið vitið svona fimtudags og föstudags, fattaði svo þegar ég kom heim að þeir eru 10 cm háir. Kannski ekki svo hversdags en hey þeir eru massa þægilegir og gott að labba á þeim svo þeir ganga bæði sem fínir og hversdags.






Jéééésús hvað ég er mikil pæja í þeim!


Nýtt.

Eftir að hafa gengið með barnið mitt heila meðgöngu og næstum tveimur vikum betur voru þeir ekki margir fatalarfarnir sem pössuðu á mig. Ég var jú dugleg að fara stundum í kolaportið og finna eitt og annað sem ég gat bundið utan um mig, eða þið vitið. Eftir að ég átti Daníel þá hef ég ekki getað beðið eftir að kaupa nýja flík sem þarf ekki að vera víð yfir magann frekar en ég vil. Ég fór eitt kvöldið í Smáralind og fann þessa æðislegu skyrtu í VILA. Ég fíla VILA, gott verð (segjum það allavega miðað við Ísland) og frekar praktísk föt.





Ég poppaði hana upp með hálsmeni frá MONKI sem ég var algjörlega búin að gleyma - ég elska þegar maður finnur eitthvað svona í skápnum sínum sem maður var algjörlega búin að gleyma. Plain og Kjút! Loveit!***




.. það er samt smá erfitt að vera mamma og pæja!



Sunday, 13 January 2013

Sunnudagur.

Ég vaknadi og leit út um gluggan og allt var hvítt. Nei hugsadi ég, hvadan kom thetta eiginlega!! Ég er nefnilega thad naive ad èg held alltaf í vonina um ad einn veturinn komi ekki neinn snjór.. en alltaf verd èg fyrir vonbrigdum. Snjórinn sjálfur er samt ekkert rosa slæmur en margt sem fylgir honum eins og  slabbid og hàlkan - ekki alveg fyrir mig.. Èg lèt thó snjóinn ekki sigra mig í dag og hèlt af stad út med soninn í rúmlega 30 ára gömlum Emaljunga vagni sem ég lúlladi í thegar èg var yngri. Ó svo hressandi. Kom svo vid à Jómfrúnni og snæddi alveg hrikalega gott pastrami smørrebrød sem èg mæli med. Sunnudagar eru kjút, vantadi bara smà pönnukökur - er thad ekki must?