Friday, 18 October 2013

Hárið:Lokkar

Theodóra Mjöll, besta vinkona einnar bestu vinkonu minnar er að fara gefa út bókina Lokkar - hún er ótrúlega flink stelpa og virkilega hæfileikarík. Hún gaf út óó svo vel gerða bók fyrir jólin í fyrra ,Hárið. Ég fékk einstak af Hárinu í late-afmælisgjöf frá einni vinkonu minni og ég er búin að nota hana svolítið - bæði er ég búin að nota greiðslurnar í bókinni og líka bara til að læra tækni til þess að gera eitthvað allt annað. Það er ekkert rosalega langt síðan ég lærði að gera fasta fléttu svo þessi bók var alveg guðvelkomin á mitt heimili. Ég þekki tvær litlar sætar sem eru að sitja fyrir á myndum fyrir Lokka bókina, svo ég hlakka rosalega til þess að sjá bókina. Mikið langar mig líka í hana fyrir fósturdóttur mína, sjáið hvað þetta er alveg bjútífúl!***

 
Lokkar eru líka á Facebook!