Þegar margt er búið að ganga á og mörg hjörtu eru brotin og sálir einmanna, flýgur það stundum í gegnum hugann minn hvort ég trúi því í hjartanu að sönn ást sé til? Afhverju ætti ég að vera viss um að það sé til einn þarna úti, akkurat fyrir mig?
En hvernig getur maður ekki trúið á ástina þegar maður á fallegustu foreldra í hele verden?
Takk fyrir að minna mig á að ástin er til, að ég eigi að trúa á ástina og takk fyrir að vera til - ég elska ykkur**
Langar að láta fylgja hérna með einn pistill sem ég skrifaði til hans pabba míns þegar hann varð 50 ára.
Ég man eftir...
... þegar ég var alltaf með honum í traktornum þegar ég var lítil og hann keypti meira að segja traktor með litlu sæti inní til þess að geta haft farþega. Já og auðvitað var líka geislaspilari..
...fyrsta gsm símanum hans. Motrolla samlokusími og btw með loftneti. og símkortið var jafn stórt og debetkort..
... þegar ég var alltaf að Hjálpa pabba að gefa beljunum og bolunum(hey) og við vorum oft bara 2 þannig að hann mjólkaði og ég gaf. enn litli ég var svo lengi að hann var löngu búin að mjólka þá var ég rétt búin að gefa hjá bolunum.. þannig við hjálpuðumst að hjá Beljunum.
... þegar hann keypti alltaf svo mörg lottó spjöld á árshátíðinni í Heiðarskóla að ég vann alltaf páskaegg
... þegar Hann var alltaf að syngja í Skagaver..
...þegar hann gaf mér alltaf allt/ gerir það reyndar mikið ennþá!
... þegar pabbi keyrði mér og Ragnheiði á frjálsíþróttaæfingar í Borgarnesi og við höfðum engan áhuga á þessu.. áttum svo einu sinni að taka rútu á eitthvað mót í Reykjavík. ennnn... misstum af rútunni og pabbi keyrði eins og vittleysingur með okkur fyrir fjörð og náði að lokum rútunni... Er ekki frá því að ég hafi fengið eins og eina medalíu í þessaru ferð.
...Þegar við vorum að gróðursetja tré í holtinu fyrir neðan húsið okkar í sveitinni og hann sagði við mig að þegar ég væri orðin eldri þá væri kannski komin smá skógur ef við yrðum dugleg að planta og sjá um tréin.
... þegar pabbi þurfti að ákveða hvaða dagur henntaði best fyrir beljurnar að fara út. og þá var sko mikið að gera, laga girðingar og hringja í alla sem vildu vera viðstaddir.. svo var fjósið þrifið sem var mega fjör...
...Þegar pabbi leyfði mér að keyra útá vegi í fyrsta sinn (óuppgefin aldur) og hann nennti ALLTAF að fara mér á rúntinn einn melasveita hring og fara í heimsókn. t.d. til Þórunnar systur, skoða kettlingana í skorholti eða uppí heiðarskóla..
...þegar hann fór með mér í Nínu og beið þar meðan ég valdi mér föt, lagði sig ofast bara í flugsætunum sem voru þar..
... þegar pabbi fór með mér í klippingu til Hinna rakara og ég fékk stallasklippingu (eina klippingin sem hinni kunni á stelpur)... ég fékk ekki að fara aftur þangað!
... Þegar pabbi gaf mér beljur- Þær Tinnu og Doppu...
... þegar pabbi gaf mér mjólk beint úr spena, uh heit og góð!
... Heimalingana sem við pabbi, amma, afi og nonni ólum upp. Eitt lítið lamb dó í ofninum heima, það var svo veikt og kalt og við settum það í ofnskúffuna með hurðina opna að sjálfsögðu og ég klappaði því í marga klukkutíma og reyndi allt hvað ég gat. En litli dó!
... Þegar ég tók á móti fyrsta kálfinum mínum með pabba..
.. þegar Pabbi þurfi stundum að koma ná í mig uppá tún þegar ég var að reka beljurnar því ég hafði sofnað á leiðinni....
... Þegar pabbi lét leka vatn í brekkuni fyrir neðan húsið okkar niður að hliði svo að ég gæti notað nýju skautana mína..
... Hvað pabbi keypti mikið af ís í Ísbílnum....
... Hvað það kostaði mikið að panta pizzu ef maður bjó í sveit!
...hvað pabbi reyndi hvað hann gat til þess að fá stöð 2 eða skjá einn.... enn nei við bjuggum akkurat fyrir framan hól sem skyggði á það...
.... Hvað pabbi keypti sér ljóta skó í axelsbúð...
.... talandi um axelsbúð, man að við fengum okkur alltaf síríuslengju og kók í gleri....
...Þegar pabbi bað Einar Jónsson að smíða fyrir mig kofa...
... þegar ég fékk svo doppu í afmælisgjöf- mörgum árum seinna í öðru formi...
...þegar pabbi gleymdi mér í heimsókn hjá Hildi og Gunna!
... Þegar pabbi keyrði mér alltaf í píanó tíma á akranesi..
... Þegar rafmagnið fór af og pabbi þurfti að ná í traktorinn til þess að lýsa inní herbergi til þess að ég gæti fundið föt í skólann...
ÉG gæti haldið svona áfram lengi..... Pabbi er bestur!:)