Sunday, 5 December 2010

Jólagjöf!

..... Ég er svo Æst í stóra jólagjöf - hvernig virkar það ef maður á ekki kærasta, má maður þá ekki kaupa handa sjálfum sér obbboslega stóra Jólagjöf? - gæti samt kannski fundið mér kærasta á morgun, gæfi hann mér ekki örugglega pakka þann 24. næstkomandi?

Karen Millen - ég fengi líklegast fullnægingu afþví að fara í þá!

Vantar cameru í every day life!


Of töff!

 Og þessir límmiðar líka- mjöööög svo töff!

Polaroid myndavél- nett!


Juniform klikkar ekki!

..... eitt stykki úr!




.... og síðast en ekki síst!!




Stígvél

... Nú hef ég ekki ekki átt bíl í, tja, eitt og hálft ár. Ekki grunaði mig það nokkurntíman að ég gæti verið bíllaus. Oftast nær er það nú bara frekar nice að eiga ekki bíl, eða allavega um mánaðarmótin. Ég þarf til dæmis ekki að borga af bíl, ekki að borga tryggingar svo ég tali nú ekki um þann pening sem fer í bensín - já og við skulum ekki gleyma því að ég þarf ekki að skafa á morgnana. Aftur á móti þá er svolítið leiðinlegt þegar það er snjór að eiga einungis hjól til þess að komast á milli staða eða þá tvo fætur sem guð gaf mér! 

... þar sem neyðin kennir nakti konu að spinna fór ég að hugsa hversu ljúft það væri að eiga stígvél. Það er nú möst að finna sér stígvél.








Það segir mér engin að maður þurfi að hætta að vera pæja þó svo maður gangi í stígvélum!

Sunday, 28 November 2010

Svona er sumarið - 2011

Ég er strax farin að hlakka til íslensks sumars, sumarið 2011 verður tileinkað Vestfjörðum. Þar sem að ég var alin uppí sveit og þegar aðrir ferðuðust um landið var ég heima í heyskap og mjöltum. Ég er svo skotin í Vestfjörðum og er búin að pæla svolítið í þessu svæði. Hver er með í túr –get ég selt ykkur þetta?

23. Júlí – Laugardagur- Keyrt til Hólmavíkur og niður á Drangsnes.




24. Júlí-  Sunnudagur
Drangsnes er fiskiþorp með mikin sjarma – þar búa aðeins 65 manns en mikið er um mannin yfir sumartímann. Hversu nett er að vera bara með svona úti heitapotta fyrir gesti og gangandi. Fíla þig Drangsnes!

  

 Ég er t.d. obboslega skotin í því að fara með bát útí Grímsey og skoða fuglalífið þar. Eftir það er leiðinni haldið niður í Heydal þar sem mig langar að kíkja í náttúrulaugina við Galtarhrygg. Í Heydal  er fjölskylda sem rekur ferðaþjónustu og hægt er að gera margt skemmtilegt þar- svo sem fara á kayjak, hestbak, ganga og fl.  


Ef dagurinn er tekin snemma er ég rosalega hrifin af einni náttúrulaug sem er að finna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp– kjút kjút kjút!



25 & 26. Júlí Mánudagur & Þriðjudagur

Keyrt frá Heydal til Ísafjarðar. Þar langar mig að fara í ferð útí eyjuna Vigur og sjá alla lundana. Ég elska lunda- þeir eru kjút og þeir eru töff! Þeir eru meira að segja góðir á bragðið....


  

Nóg um það- mig langar líka að njóta lífsins á Ísafirði og þess vegna langar mig að vera tvær nætur það. Slappa af og fara á kaffihús að lesa Vísur, nei ok það er kannski of mikið! Kíkja kannski til Flateyrar, Suðureyrar eða Bolungarvíkur- það er alltaf svo mikill sjarmi yfir svona litlum fiskiþorpum.


27. Júlí- Miðvikudagur

Leiðin liggur til í gegnum Þingeyri og að Dynjanda, foss sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Ég er mjög mikil fossamanneskja, fossar eru eitthvað svo....... tignarlegir – Elskaða!
                                                                                                   (Addax.se, 2010)

Þegar ég er búin að dást að fossinum og vera óþolandi að taka fullt af myndum liggur leiðin niður á Patreksfjörð þar sem góðvinkona mín á ættir sínar að rekja. Vonandi verður hún bara heima til þess að taka á móti mér.


 28. júlí- Fimmtudagur

Annar dagur á Patreksfirði. Keyrum auðvitað niður í Breiðuvík og niður að Látrabjargi og verðum amazed. Ég fæ fiðring í magann af því að skrifa þetta;)




                                                                                                 (Wikimedia, 2010)

Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í heimi, 14 km langt og 440m hátt. Ætli ég verði lofthrædd?

29. Júlí- Föstudagur- Verslunarmannahelgin

Leiðin liggur niður að Brjánslæk. En á leiðinni er hin stórkostlegi Rauðisandur. Spes og Sjúklega Seiðandi!

                                                                                                (Hótel Edda, 2010)

Þaðan verður ferjan Baldur tekin yfir til Flateyjar og helgarinnar notið á þessari dámsemdar eyju! Grillað og sungið í góðra vina hópi - sýna sig og sjá aðra. Þetta getur ekki klikkað!



1. ágúst- Mánudagur- Home sweet home- Reykjavík City!
Öll ævintýri taka enda – Þetta líka!



"Men seldom make passes / At girls who wear glasses" ~ Dorothy Parker

You go to school, you get a master's degree, you study Shakespeare and you wind up being famous for plastic glasses



                                     

Wednesday, 24 November 2010

Langar þig að Vanga?


.... Hver man ekki eftir þessu og lagi- Að vanga á grunnskólaballi!

Wednesday, 17 November 2010

Sometimes its just hard to believe in love.....

Þegar margt er búið að ganga á og mörg hjörtu eru brotin og sálir einmanna, flýgur það stundum í gegnum hugann minn hvort ég trúi því í hjartanu að sönn ást sé til? Afhverju ætti ég að vera viss um að það sé til einn þarna úti, akkurat fyrir mig?

En hvernig getur maður ekki trúið á ástina þegar maður á fallegustu foreldra í hele verden?





Takk fyrir að minna mig á að ástin er til, að ég eigi að trúa á ástina og takk fyrir að vera til - ég elska ykkur**

Langar að láta fylgja hérna með einn pistill sem ég skrifaði til hans pabba míns þegar hann varð 50 ára.



Ég man eftir...

... þegar ég var alltaf með honum í traktornum þegar ég var lítil og hann keypti meira að segja traktor með litlu sæti inní til þess að geta haft farþega. Já og auðvitað var líka geislaspilari..

...fyrsta gsm símanum hans. Motrolla samlokusími og btw með loftneti. og símkortið var jafn stórt og debetkort.. 
  
... þegar ég var alltaf að Hjálpa pabba að gefa beljunum og bolunum(hey) og við vorum oft bara 2 þannig að hann mjólkaði og ég gaf. enn litli ég var svo lengi að hann var löngu búin að mjólka þá var ég rétt búin að gefa hjá bolunum.. þannig við hjálpuðumst að hjá Beljunum.

... þegar hann keypti alltaf svo mörg lottó spjöld á árshátíðinni í Heiðarskóla að ég vann alltaf páskaegg:)
  
... þegar Hann var alltaf að syngja í Skagaver..

...þegar hann gaf mér alltaf allt/ gerir það reyndar mikið ennþá!

... þegar pabbi keyrði mér og Ragnheiði á frjálsíþróttaæfingar í Borgarnesi og við höfðum engan áhuga á þessu.. áttum svo einu sinni að taka rútu á eitthvað mót í Reykjavík. ennnn... misstum af rútunni og pabbi keyrði eins og vittleysingur með okkur fyrir fjörð og náði að lokum rútunni...  Er ekki frá því að ég hafi fengið eins og eina medalíu í þessaru ferð.

...Þegar við vorum að gróðursetja tré í holtinu fyrir neðan húsið okkar í sveitinni og hann sagði við mig að þegar ég væri orðin eldri þá væri kannski komin smá skógur ef við yrðum dugleg að planta og sjá um tréin.

... þegar pabbi þurfti að ákveða hvaða dagur henntaði best fyrir beljurnar að fara út. og þá var sko mikið að gera, laga girðingar og hringja í alla sem vildu vera viðstaddir.. svo var fjósið þrifið sem var mega fjör...

...Þegar pabbi leyfði mér að keyra útá vegi í fyrsta sinn (óuppgefin aldur) og hann nennti ALLTAF að fara mér á rúntinn einn melasveita hring og fara í heimsókn. t.d. til Þórunnar systur, skoða kettlingana í skorholti eða uppí heiðarskóla..

...þegar hann fór með mér í Nínu og beið þar meðan ég valdi mér föt, lagði sig ofast bara í flugsætunum sem voru þar..

... þegar pabbi fór með mér í klippingu til Hinna rakara og ég fékk stallasklippingu (eina klippingin sem hinni kunni á stelpur)... ég fékk ekki að fara aftur þangað!

... Þegar pabbi gaf mér beljur- Þær Tinnu og Doppu...

... þegar pabbi gaf mér mjólk beint úr spena, uh heit og góð!

... Heimalingana sem við pabbi, amma, afi og nonni ólum upp. Eitt lítið lamb dó í ofninum heima, það var svo veikt og kalt og við settum það í ofnskúffuna með hurðina opna að sjálfsögðu og ég klappaði því í marga klukkutíma og reyndi allt hvað ég gat. En litli dó!:(

... Þegar ég tók á móti fyrsta kálfinum mínum með pabba..

.. þegar Pabbi þurfi stundum að koma ná í mig uppá tún þegar ég var að reka beljurnar því ég hafði sofnað á leiðinni....

... Þegar pabbi lét leka vatn í brekkuni fyrir neðan húsið okkar niður að hliði svo að ég gæti notað nýju skautana mína..

... Hvað pabbi keypti mikið af ís í Ísbílnum....

... Hvað það kostaði mikið að panta pizzu ef maður bjó í sveit!

...hvað pabbi reyndi hvað hann gat til þess að fá stöð 2 eða skjá einn.... enn nei við bjuggum akkurat fyrir framan hól sem skyggði á það...

.... Hvað pabbi keypti sér ljóta skó í axelsbúð...

.... talandi um axelsbúð, man að við fengum okkur alltaf síríuslengju og kók í gleri....

...Þegar pabbi bað Einar Jónsson að smíða fyrir mig kofa...

... þegar ég fékk svo doppu í afmælisgjöf- mörgum árum seinna í öðru formi...

...þegar pabbi gleymdi mér í heimsókn hjá Hildi og Gunna! 

... Þegar pabbi keyrði mér alltaf í píanó tíma á akranesi..

... Þegar rafmagnið fór af og pabbi þurfti að ná í traktorinn til þess að lýsa inní herbergi til þess að ég gæti fundið föt í skólann...

ÉG gæti haldið svona áfram lengi..... Pabbi er bestur!:) 

Thursday, 11 November 2010

Freeekar Vandræðalegt!


. . . .A wise person once told me that you should always look your best- cause you never know who you are going to meet. . . .  

Hver hefur ekki lent í því að ætla bara aaðeins að hoppa útí videoleigu eða álíka búllu og akkkkurat hitt strákinn sem hringdi ekki í þig aftur eða kærustu fyrverandi. Frekar vandræðalegt í þeim aðstæðum að vera á náttbuxunum með maskarann frá því deginum áður! 



GOD!




Tuesday, 9 November 2010

Tattoo...

I like it - like it - like it!:) 


Monday, 8 November 2010

Er þetta Ást, Kveljast og Þjást!


Sakna þín svo mikið að mig verkjar í hjartað
Ég hugsa til þín
Þinna snertinga
Okkar síðustu nóttar saman
Afhverju þarf að vera æ svo langt á milli okkar?

Ég bíð í ofvæni eftir að hitta þig
Snerta þig
Leiða þig
Brosa til þín
Mig langar til þess að finna hvernig hjartað þitt slær!

Er ég lygni aftur augunum sé ég þig
Hvernig þú brosir
Hvernig þú heldur um mig
Og sleppir ekki
Ég vil bara vera þín!

Full af tilfinningum ligg ég hér ein
Hugsandi, bara um þig
Ég vil að við séum saman, tvö, alltaf
Ég er þín!

Ég man hvernig tárin fylltu augu mín þegar ég kvaddi þig
Ég tók utan um þig og fann sting í hálsinum,
Ég gat ekki sagt neitt
Ég gat ekki gert neitt
Ég labbaði inn um hurðina heima
Huldi andlit mitt með höndum mínum
Settist niður og hugsaði- Afhverju?

Ég vildi að við hefðum haldið okkar striki
Verið saman, hlegið saman.
Við erum góð saman!

Ég fann með þér að þetta er það
Það sem ég er búin að leita að
Svona á mér að líða
Ég elska sjálfan mig með þér
Ég elska þig!

My first Blog in English..

As one of my new cute friend here in Denmark is also a blog nerd like me I am going to try to blog in english. We will see how that goes...

Last weekend was so amazing- Not only was it J-dag on friday but my beautiful friend Anna Sigga came for a visit to the flatland of bikes. It was so good to finally have one of my friends over and just talk and laugh about everything and nothing:) As I was saying it was J-dag on friday and we decided to take it all the way....


We went to Fötex and bought those cool decorations and also some christmas hats- looked absolutely gorgeous, don't you think?


I loved J-dag but I have to say that I was a little bit disappointed because I had heard so much about the  "big big big ceremony".. But that was okay because we had a party at my place with many cooool people...

Anna Sigga went home on sunday and it was a little bit hard to say goodbye, but we will see each other in December- that is not so long...




Thanx for the weekend babe... See ya SOON!

Dís

Kiss Me!


Nokkrir uppáhalds kossarnir… Hver er þinn uppáhaldskoss?








… ég er farin í sleik!