Ingibjörg er alltaf með allavega tvær myndavélar með sér í þessum göngutúrum. Hún er snillingur að taka fallegar myndir: Endilega kíkið á Tumblr síðuna hennar!
Tuesday, 31 January 2012
Meer en Vaart.
Við sambýliskonur förum stundum í smá göngur svona á daginn. Í síðustu viku skelltum við okkur á Meer en Vaart sem er ekki svo langt frá Vatternkade, þar sem við búum. Þar er hægt að eyða heilum degi í að spá í fólki. Við settumst niður á kaffihús og horfðum á mismunandi fólk labba framhjá og höfðum gaman af.
Saturday, 28 January 2012
When I´m Good, I´m good. When Bad, I´m Better.
Á Vijzelstraat 66 downtown Amsterdam er nýr hip staður, Basis. Ég er alveg að fíla að geta setið á gluggabekk með púða undir rassinum, jú og meira að segja upphitaðann svo að kaldur glugginn skyggi ekki á þá tilfinningu að fylgjast með fólkinu á götunni sem á þarna leið fram hjá. Við prófuðum líka að sitja í gömlum sófasettum með fullt af sál, umkringdar allskyns alltof gömlum tæknigræjum. Yfir einum (kannski tveim) tveggja evru bjórum - lét ég hugann reika um innréttingarnar sem voru líklega mjög ódýrar en surpricingly nettar og fólkið sem var greinilega að fíla þennan stað jafn vel og ég. Á Basis kemur fólk líka með sinn eigin mat, frekar nett concept. Jú, já og svo var líka svona roosa sætur barþjónm. Dips. Ég fer klárlega þangað aftur.
Friday, 27 January 2012
Thursday, 26 January 2012
Monday, 23 January 2012
Things will not stay as they are.
Ég rataði á eitt rosalega kjút hollenskt orð í dag, Gezellig. Það er notað á marga vegu og á við um sérhverja athöfn sem felur í sér eitthvað kósý.... eða það verður það allavega hjá mér hér eftir. Minnir óneitanlega á danska orðið hygge, sem mér finnst svo kjút.
Í dag fórum við sambýliskonurnar niður í miðbæ Amsterdamborgar og ákváðum að finna kaffihús sem ég las um á netinu í síðustu viku. Kaffihúsið heitir Brecht og er í retro berlínskum stíl, mjög hip og gamalsdags þar sem engin stóll né sófi er eins. Te-ið er borið fram í eldgömlu rósóttu stelli og andrúmsloftið þar er yndislegt og svakalega kósý. Ég elska svona kaffihús sem maður gleymir sér algjörlega í að skoða innréttingarnar og pæla í öllum smáatriðunum. Á einum veggnum er svo setningin "So wie es ist, bleibt es nicht" eftir þýska ljóðskáldið Brecht, sem kaffihúsið heitir eftir og þýðir "Things will not stay as they are". Nokkuð til í því - ekkert verður eins að eilífu, breytingar tilheyra einfaldlega lífinu. Eftir góðan te sopa röltum við svo aftur út í sólina í Amsterdam með bros á vör. Ég elska svona daga.
Saturday, 21 January 2012
A little more than One Night Stand.
Seiðandi fiðringur lék um maga minn og ég fann hvernig hjartað barðist hraðar í brjósti mér. Ég greip andann á lofti og virti þá fyrir mér. Ég fann hvernig dökkt hörund þeirra kveikti bál í mér. Ég færði mig hægt og rólega nær þeim með bros á vör, þeir brostu til baka.
Í fyrstu þorði ég ekki að snerta þá, í þeirri trú um að ekki yrði aftur snúið. Ég hugsaði með sjálfri mér að ég yrði að fá þá heim með mér. Ég greip létt um þá, báða tvo, og lyngdi aftur augunum - þvílíkur unaður. Daginn eftir vaknaði ég og þarna voru þeir.. jafn ómótstæðilegir eins og deginum áður. Þeir voru mínir.
Friday, 20 January 2012
Thursday, 19 January 2012
A little Walk.
Þar sem ég bý í úthverfi Amsterdamborgar er mjög fallegt að kíkja í göngutúr uppí sveit. Já, Osdorp er bara "next door to nature" eins og svo oft er talað um Reykjavíkurborg. Mikið sem það er gott að anda að sér fersku lofti og hreinsa hugann.
Tuesday, 17 January 2012
Sunday, 15 January 2012
Its Absolutely Beautiful.
Um helgina er ég búin að vera í Utrecht fyrir Icelandair á ráðstefnu að kynna Ísland, mikið er þetta eitthvað fyrir mig. Tala við fólk sem er um það bil jafn spennt fyrir Íslandi sem ferðamannastað og ég, segja sögur, gefa þeim Tópas skot, Íslenskt nammi og leiðbeina þeim hvað er mest spennandi að sjá og hvernig skal haga sér ef ferðast skal til Íslands. Þjóðarstoltið kom að góðum notum og ég er ekki frá því að ég sé með smá harðsperrur í brosvöðvunum.
Eline Sæta á Laugardagsmorgninum.
Tópas fyrir gesti og gangandi.
Íslandshornið.
Stuð.
Nýja Yogi hélt mér ferskri.
Svo var smá íslenskt nammi líka.
Frænkurnar að hittast eftir langan tíma.
Nýju Ameríkubæklingurinn fyrir Icelandair
Ég & Nadia sæta :)
... Svo tekur allt enda.
Tuesday, 10 January 2012
Subscribe to:
Posts (Atom)