Monday 23 January 2012

Things will not stay as they are.


Ég rataði á eitt rosalega kjút hollenskt orð í dag, Gezellig. Það er notað á marga vegu og á við um sérhverja athöfn sem felur í sér eitthvað kósý....  eða það verður það allavega hjá mér hér eftir. Minnir óneitanlega á danska orðið hygge, sem mér finnst svo kjút. 
Í dag fórum við sambýliskonurnar niður í miðbæ Amsterdamborgar og ákváðum að finna kaffihús sem ég las um á netinu í síðustu viku. Kaffihúsið heitir Brecht og er í retro berlínskum stíl, mjög hip og gamalsdags þar sem engin stóll né sófi er eins. Te-ið er borið fram í eldgömlu rósóttu stelli og andrúmsloftið þar er yndislegt og svakalega kósý. Ég elska svona kaffihús sem maður gleymir sér algjörlega í að skoða innréttingarnar og pæla í öllum smáatriðunum. Á einum veggnum er svo setningin "So wie es ist, bleibt es nicht" eftir þýska ljóðskáldið Brecht, sem kaffihúsið heitir eftir og þýðir "Things will not stay as they are". Nokkuð til í því - ekkert verður eins að eilífu, breytingar tilheyra  einfaldlega lífinu. Eftir góðan te sopa röltum við svo aftur út í sólina í Amsterdam með bros á vör. Ég elska svona daga.