Ég á nokkrar vinkonur sem hafa þetta endemis dálæti af skóm líkt og ég. Í Amsterdam keypti ég mína fyrstu Converse skó. Síðasta haust kom vinkona mín í heimsókn til Amsterdam alla leið frá Svíþjóð þar sem hún var í skiptinámi. Eftir nokkra mánaða aðskilnað vorum við, án vitundar hvor annarar, búnar að kaupa okkur hvíta leður Converse. Alveg eins! Við elskum hvítu leður Converse-ana okkar!:)
Þetta var góð ferð - Þar sem önnur frábær kom líka frá Íslandi. Mikið þykir mér vænt um þessa ferð.