Monday 23 April 2012

Steinarnir Tala.


Af öllum „dauðum hlutum“ fannst mér steinarnir vera mest lifandi. Það var af því, að þeir voru náttúrlegastir og mundu áreiðanlega lengst aftur. Það hafði enginn umskapað þá eða neytt þá til að vera öðruvísi en náttúran hafði gert þá. En hinir „dauðu hlutirnir“ voru afmyndaðir af mönnum og ónáttúrlegir, og mér fannst þeir hafa glatað miklu af sálu sinni, með því að vera gerðir svona...
(Þórbergur Þórðarson, Steinarnir tala)