Sunday, 27 October 2013

Your Smile.


Eftir alltof marga veikindadaga hjá pjésanum mínum, lærir maður að meta öll bros svo miklu betur. En það gæti nú verið verra, verður maður ekki að hugsa þannig? Hann er samt alltaf langt sætastur, enda þykir hverjum sinn fugl fegurstur. 




Friday, 18 October 2013

MorgunMatur.


Það sem ég elska, grískt jógúrt, múslí og Fersk ber!



Ég er líka svo skotin í þessu krukkuveseni alltaf hreint!


Bláááber!


Þetta er bara aðeins of girnilegt - ég væri alveg til í að byrja alla daga með svona unaði!







Hárið:Lokkar

Theodóra Mjöll, besta vinkona einnar bestu vinkonu minnar er að fara gefa út bókina Lokkar - hún er ótrúlega flink stelpa og virkilega hæfileikarík. Hún gaf út óó svo vel gerða bók fyrir jólin í fyrra ,Hárið. Ég fékk einstak af Hárinu í late-afmælisgjöf frá einni vinkonu minni og ég er búin að nota hana svolítið - bæði er ég búin að nota greiðslurnar í bókinni og líka bara til að læra tækni til þess að gera eitthvað allt annað. Það er ekkert rosalega langt síðan ég lærði að gera fasta fléttu svo þessi bók var alveg guðvelkomin á mitt heimili. Ég þekki tvær litlar sætar sem eru að sitja fyrir á myndum fyrir Lokka bókina, svo ég hlakka rosalega til þess að sjá bókina. Mikið langar mig líka í hana fyrir fósturdóttur mína, sjáið hvað þetta er alveg bjútífúl!***

 
Lokkar eru líka á Facebook!

Tuesday, 24 September 2013

Hæ Fallega!

Úff ég svitna, fæ sting í magann og allt það. Heldur langt síðan ég hef séð flík sem mig langar svona geypilega mikið í...

Djöööfllsins elegans, auðvitað er Monki meðídda!***

Sjáðu litinn, þetta er yndislegt!


Thursday, 25 July 2013

Clothes.


"While clothes may not make the woman, they certainly have a strong effect on her self-confidence - which, I believe, does make the woman."

-Mary Kay Ash.



Augun þín.

Augun þín!

Augun þín, fá dimmu í dagsljós breytt
Augun þín fá sorgarskýjum eytt
Ljómi þau er allt svo undur bjart
Að ég því trúi vart
að mér þau segi satt

Þó eru augun þín svo full af tærri tryggð
og tállaus yfirskyggð af ást.
Augun þín þau birta eitt og allt
segja þúsundfallt að þú sér ástin mín.

Burt rekur þú frá mér sérhverja sorg
syng ég því glaðvær um stræti og torg
vegsama alls sem þau tjá
og ég á, gleymt í hjarta mínu.

Frame Wall.

Sumarið er rétt komið - en samt er svo lítið eftir af því! Það þýðir bara að það styttist óðfluga í september, sem þýðir að tíminn til þess að finna íbúð styttist alltaf
. Jésús þessi leigumarkaður er náttúrulega ekki eðlilegur. Hvernig fer fólk að því að safna fyrir útborgun á íbúð þegar það er að borga rúmar 200 þúsund krónur í leigu? Herregud segi ég nú bara!

.. Í öllum þessum íbúðarhugleiðingum finnst mér samt miklu skemmtilegra að vafra um netið og skoða fallegar hugmyndir af innanhúshönnin. Það er svo mikið af snaarsniðugum Do It Yourself hugmyndum að ég iiiiða alveg í skinninu.

Eitt sem mig langar rosalega að gera er svona RammaVeggur, hérna eru nokkur inspiration:



Mér finnst rosalega lekkert að blanda saman bæði myndarömmum, skiltum, quote-um og svo finnst mér svaka töff að hafa annað enn ramma eins og á þessari mynd stafinn W - gerir þetta enn meira smart! Já og svo líka spegil, möguleikarnir eru endalausir krakkar mínir!











Sunday, 23 June 2013

Hvítt Naglalakk.

Ég er svolítið skotin í hvítu naglalakki. En ég er þeim ósið gædd að naga og rífa á mér neglurnar. Það hefur heldur minnkað síðan ég eignaðist Daníel svo núna er ég óóóð í Naglalökk. Hvítt er efst á óskalistanum núna, hvar ætli ég fái svoleiðis - pottþétt til í OPI - uppáhalds naglalökkin mín***

Eruði ekki skotnar í þessu?








MarcJacobs***

Úff þvílíkt konfekt sem þessar töskur eru, ég fór óvart inní Leonard Lækjargötu um daginn. Ég fann hvernig mér hitnaði og fékk sting í magann og langaði mest að henda mér í jörðina og grenja þangað til að búðarkonan myndi fallast á það að gefa mér töskuna sem ég var að horfa á bara til þess að ég færi útúr búðinni. Djók.

.. mér langar samt svo obboslega mikið í eina Marc Jacobs! Þær eru bara einu númeri of Gordjöss! Einn daginn krakkar, einn daginn.








Snillingar.

Þegar maður eignast barn þá er ekki eins mikill tími til þess að hitta ó bestu vinkonur sínar. Það finnst mér leiðinlegt. Mikið sem ég sakna þeirra. Við Ragnheiður vinkona t.d. vorum alltaf að finna uppá Snilld. Það er eiginlega ekkert hægt að útskýra það meira en svo en að gera eitthvað sem lét okkur líða eins og Snillingum! Til dæmis afþreying sem ekki þarf að borga fyrir, það er snilld.





LionKingApi.

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um ást mína á Lion King.. Barnið er látið horfa á þetta líka - hann eeelskar það! Mikið sem það gleður mig. Ég er farin að kunna myndina utanaf, AFTUR!

Þreyttur KrúttApi***


Monday, 29 April 2013

Do More of what Makes You Happy***


Inni hjá mèr hangir poster sem segir Do More Of What Makes You Happy. Byrjum á thessu. #1 kaupa fersk blòm. Thad er svo yndislegt ad thrífa hátt og lágt og enda svo á thví ad kaupa sèr eins og eitt blómabúnt. Naudsynlegt ad hafa eitthvad svona lifandi heima hjá sèr hvort sem thad er í vatni eda mold. Thá er èg audvitad ad tala um blóm/plönur. Ekki pungsana mína tvo ***

Tuesday, 23 April 2013

Utopia.


Rakst á þessa feikiflottu stelpu, Rakel,  á vafri mínu í dag. Hún er svakalega flínk að teikna! vá!










Tjekkið á henni á Facebook! Þar sem hún selur posters og símahulstur með teikningum sínum, ég er sjúk í þetta, aaaaðeins of gæjalegt:








Monday, 22 April 2013

Kögur.

Ég er alveg að falla fyrir Kögri þessa dagana, langar helst bara í allt kögur. Ok. Kannski ekki allt en efst á Köguróskalistnum er Bikini/Sundbolur, Vesti, Jakki og Taska. 

Ég er búin að gera dauðaleit að hinu fullkomna kögurvesti, leitin heldur áfram - hefur þú rekist á svoleiðis? Hér er smá inspiration af vafri dagsins : 











Around the World Watch.


OK. Stop. Ég vill þetta úr. Núna!












Það fæst í fallegu Urban, en ekki hvað!

Infinity Circle.

Ég er rosalega hrifin af plaggötum og langar að eiga fullt af römmum uppá vegg með uppáhalds quote-unum mínum. Það nýjasta er þetta - mjöööög líklega endar þetta uppá vegg hjá mér :)

Inspiration of the Day.


Gerum gott út því sem við eigum og höfum. 

Saturday, 20 April 2013

With Hope In Your Heart!


Ó þessir yndislegu lampar! Daníel minn fékk í skírnargjöf frá vinkonum sínum svona fallega heico lampa. Birtan frá þeim er svo falleg og hlý - aaaaðeins of kjút! Fást hér. 

Límmiðann lét ég gera í Erum Gallerí, ég er svoo skotin í honum. Þetta er auðvitað stuðningslag Liverpool - mér finnst textinn æði! 


Everything.


 Look, Simba. Everything the light touches is our kingdom.





Ég held að engin mynd hafi skilið jafn mikið eftir sig hjá mér sem barni eins og Kongungur Ljónana, ég hreinlega elskaði hana og fékk ekki nóg. Horfði á hana oft á dag og talaði með. ég var því ekki lengi að ákveða hvaða mynd mig langaði að sína barninu mínu þegar hann fékk aðeins vit fyrir tölvunni. Enda var barnið kallað Simbi í móðurkviði. Æj- þetta er svo mikið krútt atriði. Jésús!


-dís

Friday, 15 March 2013

Are you Happy?

Happy!

Þegar ég bjó í Danmörku kynntist ég yndislegri stelpu frá Noregi. Hún er svo creative og fín. Hún lifir svo sannarlega í núinu og hún kenndi mér allskonar Cute hluti um lífið.

Hún átti þetta plaggat:







Þetta má alveg vera uppá vegg hjá mér! Ég elska plaköt! Ég sakna Kari-Anne!

Saturday, 9 March 2013

River Island.


Á hinu óendalega búðarrápi mínu í Amsterdam, rakst ég á búð sem ég hafði ekki heyrt um áður. River Island! Ég veit ekki alveg hvernig þessi búð hefur farið framhjá mér í öll þessi ár. En hún er ekki í Danmörku eða Bandaríkjunum, sem er kannski ástæðan afhverju ég hef ekki gefið þeim peningana mína fyrr. Hérna eru nokkur Ítem sem ég væri alveg til í að pæjustælast með, íhha***

River Island, Sjoppum á Internetinu hjééér!



Sólgleraugun eru allavega komin í körfu, er að lööva þau! Austurvöllur og þessi, it cant go wrong!









Friday, 8 March 2013

Panda Peysa.

Ég vill svona á minn kærasta... ó svo töff.


fæst hér. 


Animal Print.

Ég er mega skotin í svona myndum af dýrum á föt núna. Ég á enga og hef ekki átt flík að mig minnir með dýri á, en ég er mega ofur spennt fyrir þessu - svona töffara all the way, fílidda. Hvað finnst ykkur?


Fæst hér. 

Thursday, 21 February 2013

BlómaBönd.

Rakst á þessa síðu á vafri mínu. Hárspangir með blómum, mörg hver mjög falleg! Ég held þetta gæti verið frekar kjút í sumar - líka svo rómantískt!






Monday, 18 February 2013

Leiðin að meistaranum!

Samband mitt við meistararitgerðina mína er alveg til fyrirmyndar. Munið þið ekki lagið þarna.... samband þeirra er frá öllum hliðum séð stórfínt! 

Plat!

Jésús hvar endar þetta eiginlega. Ég er samt búin að lofa sjálfum mér því að mér skal takast að klára þetta. Svo góðir hálsar, skildagur er 21. júlí 2013. Ég nefnilega þrái ekkert heitar en að vera kallaður meistari. Ég er að segja ykkur það, ííííí alvöru!

Þegar ég kláraði BS ritgerðina mína í HÍ, þá fannst mér ritgerðin mín ekkkert vera að ganga upp þar til hún var allt í einu tilbúin og ég meira að segja fékk fyrstu einkun fyrir kvikindið. Svo kvót dagsins á vel við!



Saturday, 16 February 2013

Toppur.

Ok! Það er komin sá tími af árinu að mig langar í topp! Kannski er ég bara að hugsa um topp því ég þrái breytingu á hárinu á mér. Þó svo það sé voða þægilegt að vera LOKSINS komin með síðan topp sem ég get auðveldlega hennt með í tagl - þá er alltaf eitthvað sem dregur mig að því að klippa hann aftur. Svo þegar ég er búin að því þá safna ég honum alltaf aftur því maður þarf jú að blása hann rétt og það er frekar mikið ves að spenna hann eitthvað upp. Talandi um að finnast grasið alltaf grænna hinumegin!

.. ég er allavega voðalega skotin í þessum stíl, ætli maður líti nokkuð út fyrir að vera 5 ára? Audrey er allavega alveg með´idda!









Friday, 15 February 2013

Ég þarf þennan Rebba.


Vá vá vá vá vá vá vá vá vá vááááá. Ég er svo ástfangin. Ég held ég muni mögulega ekki sofna í kvöld!

Hann fæst hjá Siggu og Timo.