Tuesday, 29 March 2011

The better half of Rooney!

Ég hef verið svolítið skotin í Coleen (McLoughlin) Rooney síðan ég átti heima á Tenerife og var svolítið húkt á slúðurblöðunum frá Englandi. Coleen er líklega þekktust fyrir að vera kona Wayne Rooney fótboltakappa. Hún hefur þó einnig verið í sjónvarpi, skrifað ýmsa pistla í tískublöð ásamt því að vera sífellt mynduð í bak og fyrir af paparössum Englandsins..

Fyrir ekki svo löngu hannaði hún sína eigin línu fyrir Littlewoods  - kíkið á það hér!


Línan hennar er kannski í kéllingalegri kanntinum en ég er alveg fullt skotin í þessum skóm!



   .... Love love love á kjólinn ,aukahlutina og hárið!  - held samt ég segi pass á date-ið!;) 

Sunday, 27 March 2011

I have missed you!

19.03.2011


....Spring is here, welcome, I have missed you! A Silent Sunday in Copenhagen  - Sun and Sigga - Super!

Thursday, 24 March 2011

Þetta er lífið!

Mikið lifandi er ég fegin að ein stúlkukind í Reykjavík, sem ég hef svo mikið dálæti á að lesa eftir, er byrjuð að rita orð á veraldarvefnum aftur!


Hún er töff og byrjar öll blogg með "Ég elska... " sem mér finnst kjút! Það ættu fleiri að temja sér þetta og sjá það jákvæða í lífinu og hvað þessi litlu hlutir skipta miklu máli!


Endilega kíkið á síðuna hennar...




Díz

Monday, 14 March 2011

... Þú færð bros frá mér í sérhvert sinn ...

Þá er komið að prófatíð enn einu sinni, þá er um að gera hafa svolítið fallegt í kringum sig. Ég keypti þessa fallegu bleiku túlípana í gær til þess að njóta meðan ég sit og les CSR (Corporate Social Responsibility) - ekki alveg það áhugaverðasta, en það er smá sjarmi yfir þessu, með blóm og kertaljós :)


 

Friday, 11 March 2011

Soon its Summer!

Ég er sjúk í Pastel naglalökk- ef ég væri nú bara með fallegar negur til þess að lakka - en maður má alltaf sletta smá á táslurnar líka - það er nú vor í lofti! :)




Talandi um pastel ég er að elska þennan ljósgula lit sem er svo mikið í búðunum núna - ég er til í þetta sumarlook, á reyndar gallabuxurnar og bolinn (Gina tricot) þarf bara að næla mér í þessa guðdómlegu skó og kjút arbönd(H&M). 



... Ég er svo spennt fyrir sumrinu, ég geeeeet ekki beðið:)

Wednesday, 9 March 2011

Love!

Þegar ég skila lokaverkefni í skólanum á ég það til að kíkja aðeins við í Fredriksberg Center - það fór svo í morgun eins og aðra skiladaga..




. . . Já ég keypti mér Peysu, Bol, Hring & Belti . . .

. . . Keypti reyndar hálsmenið á leiðinni til Amsterdam, er rosalega skotin í því . . . 

  . . . og ekki má nú gleyma BUXUNUM! - Gott að stíga aðeins út fyrir þægindasvæðið! . . .