Sunday, 27 February 2011

Augun þín!

Senn er Febrúar á enda og margt hefur á daga mína drifið í þessum (vonandi) síðasta vetrarmánuði hérna í Kaupmannahöfn. Um miðjan mánuðinn flaug ég til Amsterdam í smá ævintýri sem fór alveg fram úr björtustu vonum - Yndisleg borg, ég er ekki frá því að ég væri alveg smá til í að búa þarna. 


Hjól alveg eins og í Köben minni og Canals... 

Líka "hættuleg" húsasund!


Hallandi Hús  - Smá Sjarmi 

 

Svo myndast maður mjög vel í vetrarsólinni... 


Beautiful Bookstore - Las Ljóð í tvo tíma þarna... 


 ... svo var gestgjafinn svona seiðandi sætur!


Brátt gengur nýr mánuður í garð, fullur af verkefnaskilum og prófum, þegar það verður allt búið má sumarið líka alveg að fara koma og þááá verður Kaupmannahöfn og allt sem henni fylgir, krassandi kjút! Ég geet varla beðið! 

En hvað um það - endum þetta með einu fallegu, eitt af uppáhalds:

Augun þín!

Augun þín, fá dimmu í dagsljós breytt
Augun þín fá sorgarskýjum eytt
Ljómi þau er allt svo undur bjart
Að ég því trúi vart
að mér þau segi satt

Þó eru augun þín svo full af tærri tryggð
og tállaus yfirskyggð af ást.
Augun þín þau birta eitt og allt
segja þúsundfallt að þú sér ástin mín.

Burt rekur þú frá mér sérhverja sorg
syng ég því glaðvær um stræti og torg
vegsama alls sem þau tjá
og ég á, gleymt í hjarta mínu.

Friday, 25 February 2011

Hallgrímur Pétursson, hvað geri ég nú?

Mikið lifandi þykir mér vænt um Íslenska tungu og með eindæmum finnst mér fallegt þegar fólk notar fallegt íslenskt mál. Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar eiga uppruna sinn frá 17. öld - ætli íslenskan haldist svona vel næstu aldir?

Ungum er það allra best,
að óttast Guð, sinn herra,
þeim mun viskan veitast mest,
og virðing aldrei þverra.
Hafðu hvorki háð né spott,
hugsa um ræðu mína,
elska Guð og gjörðu gott,
geym vel æru þína.
Foreldrum þínum þéna´ af dyggð,
það má gæfu veita,
varast þeim að veita styggð,
viljir þú gott barn heita.
Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra.
Aldrei sá til æru kemst,
sem ekkert gott vill læra.
Lærður er í lyndi glaður,
lof ber hann hjá þjóðum.
Hinn er ei nema hálfur maður,
sem hafnar siðum góðum.
Oft er sá í orðum nýtur,
sem iðkar menntun kæra,
en þursinn heimskur þegja hlýtur,
sem þrjóskast við að læra.
Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína,
við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur;
heimskir menn sig státa.
Víst ávallt þeim vana halt:
vinna, lesa, iðja,
umfram allt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.

Monday, 14 February 2011

... Ekkert American, Bara Kjút!

Í gegnum árin hef ég unnið í blómabúð og dagur hins heilaga Valentínusar hefur ekki farið framhjá mér frekar en aðrir stórir dagar í blómaverslun. Þó svo að ég sé einhleyp finnst mér þessi dagur kjút!

Íslendingar eru oftar en ekki á móti þessum degi, vegna þess að hann er komin frá Ameríku! Ég skil það svo sem þar sem margur íslendingurinn er hræddur um að við missum marks og verðum alveg eins og ameríkanarnir! Við höfum kannski villst af leið, allavega ef marka á það að við séum feitust og drekkumst mest kók miðað við höfðatölu - annars gerum við íslendingar örugglega allt mest og best miðað við höfðatölu, ef út í þá sálma er farið. 

Með þessum pistli ætla ég samt að taka hanskann upp fyrir vini mínum, Valentínusi! Vetrarmánuðirnir eru ekki vinir mínir, og þegar sólin er að spara komu sína, snjórinn og slabbið hafa verið daglegir gestir í margar vikur - þá finnst mér bara ekkert athugavert við það að gera sér dagamun þann 14. febrúar! Ég er þó ekki að tala um að fólk þurfi að eyða því sem eftir er að mánaðarlaunum að fara út að borða á flottasta veitingastað bæjarins, kaupa Iphone, panta utanlandsferð eða taka ritnámskeið til þess eins að skrifa hið fullkomna valentínusarkort! Nei, í mínum huga er Valentínusardagurinn bara dagur sem minnir okkur á að vera góð við hvort annað, sýna það hversu miklu máli fólkið í lífi okkar skiptir okkur. Sumir gætu þó sagt að þeir gætu alveg eins gert það 14. janúar - en það er nefnilega málið - gerir fólk það þá? Þarf ekki smá "push" fyrir fólk til þess að það gleymi ekki hvað það er sem skiptir máli í lífinu? 

... en þegar öllu er á botninn hvolft, þá á fólk alveg rétt á skoðunum sínum um Valentínusardaginn - en bið þá, sem ekki eru sammála mér, að eyðileggja ekki kjút fyrir mér:) 




Dís

Tuesday, 8 February 2011

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga!

Ekki hefði ég haldið, er ég var ung dama, að mér myndi detta það í hug að vitna í Halldór Laxness! Halldór var samt mjög flottur penni að undanskildum stafsetningavillum, sem mörgum finnst þó það fallega við skrif hans. Gott og blessað! Það sem ég fíla við hann er hvað hann er hreinskilin í skrifum sínum og hvað hann gerir manni auðvellt fyrir að ímynda sér þær aðstæður sem hann skrifar um. 

Hér eru nokkrar uppáhalds: 

Það getur einginn huggað mann nema maður sjálfur. - Halldór Kiljan Laxness Salka Valka - Eyjólfur

..þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl. - Halldór Kiljan Laxness Salka Valka.

Sá er ekki altaf tryggastur sem situr kjur, heldur sá sem kemur aftur. - Halldór Kiljan Laxness 18. Kafli. Steinþór

Til þess talar maður að leyna hugsun sinni. - Halldór Kiljan Laxness 6. kafli. Feimna lögreglan við Uglu

Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni. - Halldór Kiljan Laxness Kristnihald undir jökli.

Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast. - Halldór Kiljan Laxness 11. kafli Örn Úlfar

Þegar byrjað er að ljúga er vandi að fara að segja satt á eftir - Halldór Laxnes, Kristnihald undir jökli (1968) kafli 8.







Spurning um að lesa Sjálfstætt Fólk aftur?


Thursday, 3 February 2011

Amsterdam 2011

Eftir tvær vikur ætla ég að stíga upp í flugvél frá Danaveldi, og í þetta sinn ekki til þess að heimsækja hið fagra Ísland! - Nú verður það Amsterdam!

Mig hefur alltaf langað til þess að fara þangað og ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig ég ímynda mér Amsterdam - raunveruleikinn er sjaldnast sá sami og væntingarnar! Ætli það sé þá ekki bara best að láta koma sér á óvart og hafa engar væntingar?

Hugurinn tengir auðvitað Amsterdam við hina víðfrægðu Brownies - sem manni líður víst rosalega vel eftir :) Heyrði samt um daginn að aðeins heimamenn eigi rétt á því að fara á þau kaffihús sem selja þennan varning, ég get ekki sagt að það hryggi mig - hef ekki mikin áhuga á þessu!

                                                                                                           (Blogspot, 2010)
            
Annað sem kemur upp í hugann minn er auðvitað Rauða hverfið, fullt af konum sem pósa í gluggum í þeirri von að menn kaupi sér fylgd! Að Selja sig fyrir peninga - Ekki mjög spennandi! Frekar sorglegt, en mig langar samt að sjá þetta!

                                                                (Flickr , 2010)


Þriðja sem kemur uppí hugann minn eru Canal siglingar og allar þessar brýr - ó svo rómantísk!

                                                                                                    (Visited Europe, 2011)




Ég hlakka til að heimsækja þig Amsterdam!





                                                                             (Belair Travel, 2011)



Tuesday, 1 February 2011

My Favorite Photographer!

My favorite photographer took pictures of me the other day, I am so happy with the results!

Check out her Facebook Profile, Torfadottir Photography!




And with her friend she has this blog here...

http://www.purplemasturbation.blogspot.com/


Love it! don't you?