Tuesday 8 February 2011

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga!

Ekki hefði ég haldið, er ég var ung dama, að mér myndi detta það í hug að vitna í Halldór Laxness! Halldór var samt mjög flottur penni að undanskildum stafsetningavillum, sem mörgum finnst þó það fallega við skrif hans. Gott og blessað! Það sem ég fíla við hann er hvað hann er hreinskilin í skrifum sínum og hvað hann gerir manni auðvellt fyrir að ímynda sér þær aðstæður sem hann skrifar um. 

Hér eru nokkrar uppáhalds: 

Það getur einginn huggað mann nema maður sjálfur. - Halldór Kiljan Laxness Salka Valka - Eyjólfur

..þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl. - Halldór Kiljan Laxness Salka Valka.

Sá er ekki altaf tryggastur sem situr kjur, heldur sá sem kemur aftur. - Halldór Kiljan Laxness 18. Kafli. Steinþór

Til þess talar maður að leyna hugsun sinni. - Halldór Kiljan Laxness 6. kafli. Feimna lögreglan við Uglu

Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni. - Halldór Kiljan Laxness Kristnihald undir jökli.

Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að hittast. - Halldór Kiljan Laxness 11. kafli Örn Úlfar

Þegar byrjað er að ljúga er vandi að fara að segja satt á eftir - Halldór Laxnes, Kristnihald undir jökli (1968) kafli 8.







Spurning um að lesa Sjálfstætt Fólk aftur?