Wednesday 6 April 2011

... It Feels Like Home to Me ...

Mikið líður mér vel þegar heimilið mitt er hreint og fallegt! Ég elska að hafa blóm, plöntur og kertaljós í kringum mig - það verður allt eitthvað svo, glaðlegt! En stundum getur það vafist fyrir fólki hvar hægt er að finna sniðuga ódýra hluti og hugmyndir sem fríska aðeins uppá heimilið! Ég sá um daginn svolítið flotta síðu á Facebook sem heitir "Hugmyndir fyrir heimilið" - svo ef þú ætlar að fríska upp á heimilið svona með vorinu, mæli ég eindregið að þú kíkir inn á þá síðu fyrir smá innblástur - fullt af fallegum hugmyndum!

Þó svo ég sé nú engin innanhúshönnuður, langt frá því, langar mig nú samt að deila með ykkur því sem prýðir heimilið mitt núna. Þar sem ég bý í leiguhúsnæði með húsgögnum, tímabundið, langar mig samt sem áður líða eins og heima hjá mér án þess þó að eyða formúgu í hluti sem maður getur svo ekki tekið með sér á næsta stað!

Á kaffihúsum hérna í Kaupmannahöfn er gjarnan standur með allskyns póstkortum - þessi kort eru gefins því þau eru í raun auglýsingar, mjög sniðug hugmynd. Ég er alltaf að næla mér í nokkur stykki og ákvað svo að hengja þau uppá vegg í stofunni. Kemur svolítið flott út að mínu mati!



Inn í herberginu mínu er ekki mikið um dýrðir enn í glugganum hjá mér er einn lítill krúttlegur búdda sem ég fann í kínverskri túristabúð í Amsterdam, hræódýrt. Við hlið hans eru svo stafirnir mínir, fékk þá í Tiger á 29 krónur stykkið. Svo tók ég póstkortahugmyndina aðeins lengra og keypti litla ramma í Ikea og setti póstkort inn í þá - ódýr og kjút hugmynd!


Mér finnst alltaf gera svo rosalega heimilislegt að hafa plöntur og blóm og þess vegna fjárfesti ég í þessum svörtu pottum. Þessir stærri voru keyptir í Söstrenes Gröne og þessir litu í Fötex - Blómapottar eru nú orðnir ansi dýrir út í búð því er um að gera að fara í geymsluna, já eða í kolaportið, og finna gamla potta og spreyja þá upp, mjög sniðugt:) Ég keypti þessar plöntur bara útí súpermarkaði og þær lifa svona fínt hjá mér. Við hliðina eru einnig póstkort í römmum frá Ikea!:) 



... Það er líka alltaf voðalega skemmtilegt að kaupa ný kerti, servettur og heimilisbúnt af rósum ef manni langar aðeins að fríska uppá umhverfið! Ég hef það fyrir reglu að kaupa mér afskorin blóm einu sinni í viku - það er svo kjút! Ég er ekki frá því að þessir litlu hlutir gefi mér smá "heima" tilfinningu!