Sunday 17 April 2011

Theódór Frímann Einarsson

Theódór Frímann Einarsson fæddist á Eystri - Leirárgörðum í Leirársveit þann 9. maí árið 1908. Hann lést á Akranesi árið 1999. Theodór var þar einn af átta systkinum og ein af þeim var hún amma mín, Guðríður Einarsdóttir. 

Theódór eða Teddi eins og hann var kallaður var einn af þekktustu gamanvísna-, dægurlaga- og revíu-höfundum landsins í áratugi. Hann samdi aðallega söngvatexta eins Angelíu, Á hörpunnar óma, Kata rokkar og gamanvísurnar Allt í grænum sjó og Amma þín hvað. 

... Hér að neðan er einn fallegur texti, Njótið!

Angelía

Hví ertu svona döpur kæra vina mín.
Hvers vegna er horfin æsku gleði þín.
Er það einhver hulinn harmur,
hví er votur augnahvarmur?
Komdu hérna kæra, hér er minn armur.

Get ég nokkuð huggað þína köldu sál?
Hjartans vina segðu mér þitt leyndarmál.
Ég sé það eru votar varir þínar,
Ó, viltu ekki leggja þær við mínar?

Angelía ég á sorg sem enginn veit.
Undrar þig þótt renni tár um kinnar heit.
Ég mun hana engum segja,
þótt ég ætti nú strax að deyja,
á undan þér mín elskulega meyja.


Ég hef eignast vonir, ég hef 
eignast þrá.
Ég hef eignast það sem ég segi engum frá
Allt er horfið frá mér gleymt og glatað,
nú get ég ekki lengur veginn ratað.

Nú get ég ekki lengur veginn ratað.